Goðasteinn - 01.09.1968, Side 70

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 70
Líkt og Þuríður dóttir Snorra goða hafði hún lært ættvísi af móður og föður og hverjum fróðum manni, sem á vegi hennar varð. Mér hafði hún sýnt þann trúnað að lá við, að stigi mér til höfuðs, falið mér og safni mínu til varðveizlu þá gripi, sem hún átti bezta í eigu sinni, belti og samfelluhnapp ömmu sinnar og móður, með fleiru. Beltið gaf Þorlákur í Gröf Kristínu konu sinni á brúðkaupsdegi þeirra 1850, og í beltið hafði Kristín á Heiði saumað silfurhnapp, sem fannst með veðruðum beinum Þorláks, er þau höfðu legið tíu ár á fjöllum. Dauðadagur hans á Mælifellssandi var fyrir réttum 100 árum. Mikið sagðist Kristín á Heiði hafa verið ánægð og róleg, er ég hvarf á braut mcð þessa gripi. Elín systir hennar hafði slegið þó nokkra heykapla nú í sumar og borið heim á sjálfri sér og án þess að vorkenna sjálfri sér, en nú var hún að leggja af stað í suðurför til að leggjast undir hnífinn, örugg og æðrulaus. Skyldi hún fá þrek til að takast á við skyld- urnar heima á Heiði? Skyldi hún fá þrek til að tálga fleiri fugla með unga á baki? Ég mátti velja þá að vild úr safninu hennar í fyrra. Lífið gerir harðar kröfur til margra barna sinna á íslandi. Ég átti erindi við Einar á Hörgslandi, sem var nýbúinn að sjá á bak jafnaldra sínum, Hannesi á Núpsstað. Gamli maðurinn lá hress og glaður í sæng sinni, og fótavist var ekki þorrin. Framan við bæinn var búið að hlaða upp gömlu smiðjuna hans, sem erft hafði helgi bænhússins. Undir veggjum þess hafði sr. Jón Stein- grímsson moldausið nokkra fórnarmenn Skaftárelda. Nú var það vandamálið að fá einhvern til að húsa smiðjuna til fulls. Undat- legt, að það skyldi vefjast fyrir mér, en enn eru annatímar - sem betur fer - og svo eru gömlu torfhúsin að verða okkur fjarlæg. Við erum einhvern veginn að verða afhuga þeim. Hvenær vöknum við af mókinu og sjáum, að aum er sú sýsla, sem búin er að missa öll gömlu torfhúsin sín? Ég fól gömlu smiðjuna forsjá hans Helga Þor- leifssonar í Þykkvabæ og vissi, að hún var í góðum höndum. Að gömlum vana kom ég við á Maríubakka hjá frændum og vin- um og sætti því lagi að ná í hádegismatinn hjá Margréti húsfreyju. Gamli fiskastcinninn á hlaðinu þar var mér tákn staðfestu og tryggðar, sem Skaftfellingar eiga í ríkum mæli. Á hann sást mark- að til skamms tíma IHS, líklega hið gamla kirkjulega tákn og þá 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.