Goðasteinn - 01.09.1968, Page 73

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 73
Fjósið á Hnausum með vinnupalli heimilisfólksins ætti að vera þjóðargersemi. „Þarna sat hún Helga, þarna sat hann Jón Stígsson og þarna á bitanum sátu oft vinnumennirnir.“ Hvað er það, sem Eyjólfur á Hnausum veit ekki um þessi gömlu hús? Kofaveggur norður á túni fær að vera í friði af því að hann er frá tíð séra Jóns biskupsbróður. Hversu margir hirða um forna veggi og forn hús, sem standa í vegi fyrir nýja tímanum? Hannes á Núpsstað er dáinn og Eyjólfur á Hnausum er gamall maður. Ég kom í gömlu smiðjuna á Hnausum og rak augun í opin ístöð. 1 Tunguréttum ávarpaði vinsamleg kona mig fyrir þremur árum og sagðist hafa heyrt, að mig vantaði vatnaístöð í safn mitt. í góð- lega fimmtugum vatnaístöðum Eyjólfs var fangamark hans, E E. „Eymundur í Dilksnesi mun fyrstur hafa smíðað svona ístöð,“ sagði Eyjólfur. „Svo henti Hannes á Núpsstað það, að falla af hesti á Skeiðarársandi og festast í ístaðinu. Þetta frétti Eymundur og sendi Hannesi skömmu seinna opin ístöð. Þannig bárust þau í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Svona var sögn Eyjólfs. Nú er Hannes horfinn, svo ekki get ég spurt hann, en ekki diktar Eyjólfur á Hnaus- um sögur. Eyjólfur kann margar sögur af mannlífi. Ég sá fyrir mér bónd- ann, sem bar stofuþilið sitt á herðunum neðan frá Vatnsenda og upp að Hala og orti þetta um lífsstríðið: Byggt hef ég mér býli þrjú, bara er það hegning. Af sandi og vatni sjást ei nú, sú er eyðilegging. En tíminn er hraðfara, og mig þrýtur fyrr tíma en Eyjólf sögur. Ég leit á gömlu Leiðvallarrústirnar. Hörmung að sjá búðatætturnar, hvernig þær eru farnar. Þar átti þó minning og saga athvarf. Fok- asndurinn er harðleikinn nágranni, það þekkja Meðallendingar allra manna be2t. Gaman að sjá, hvernig Sandgræðslan og Gísli frændi minn á Melhól hafa snúið taflinu við. Land, sem fyrir fáum árum var eitt flakandi sár, er að fá fallegt, gróið yfirbragð. Ég hefði viljað og þurft að koma við hjá vinum mínum í Gröf Goðasteinn 71

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.