Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 76

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 76
Hitt var líka eðlilegt, að Ögmundur, sem tæplega hefir heyrt þessa sögu og a.m.k. vitað sig saklausan af því að hafa reynt að vinna Ormi mein, yrði fyrst furðu sleginn yfir aðförum Sæmund- ar og síðan fullur heiftar í garð hans. Sáttfýsi Sæmundar, þegar Brandur ábóti fer að leita um sættir (sjá 9. kap.), virðist bezt skýrð með því, að Brandur hafi getað sannfært hann um, að Ögmundur hafi ekki átt neinn þátt í dauða Orms, en þá var heiftarbál Ögmundar orðið meira en svo, að það yrði slökkt með öðru en blóði. Smælki Þrír bræður þess merka manns, Eiríks Sverresen sýslumanns í Rangárvallasýslu, báru nafnið Runóifur, sá elzti fæddur eftir 1790 en hinn yngsti 1803. Einn þessara bræðra bjó á Maríubakka í Fljóts- hverfi og var hreppstjóri í sinni sveit. Kona hans hét Guðrún Bjarnadóttir og var frá Skaftafelli, ein af þremur systrum með því nafni. Faðir Guðrúnar mun hafa verið dáinn, þegar þau giftust, og kom því í hlut Þorsteins bróður hennar (afa Odds heitins Magnús- sonar í Skaftafelli) að reiða af höndum arfahlut hennar og greiddi hann í gangandi fé, enda hefði fasteign hans minnkað mjög, ef systur hans (en þær voru 11) hefðu allar fengið hlut úr henni. Þor- steinn hefir séð, að hægara yrði að auka bústofninn aftur, þó hann minnkaði í bili. Runólfur undi þessu illa, því hann hafði mikinn hug á að fá hluta af Skaftafellsfjöru. Hann var vanur að hafa sitt mál fram og mun hafa talið Þorstein ólíklegan til að halda því, sem hann kaliaði eftir, því Þorsteinn stamaði svo mjög, að hann varð stund- um að hætta við hálfsagðar setningar og var ekki mikill fyrir mann að sjá, en hann var bókamaður mikill og hugsaði sitt. Mun Run- ólfur hafa virt hann þess meira, sem hann kynntist honum betur, því góðum kunningsskap héldu þeir meðan báðir lifðu. Runólfur gaf upp tilkall í fjöruna, því málaleitan hans svaraði Þorsteinn með þessum orðum: ,,Þér var gift hún Guðrún en ekki fjaran.“ 74 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.