Goðasteinn - 01.09.1968, Side 78

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 78
Guðjón frá Berustöðu/n: Minningar Framh. frá síðasta hefti Sumarið 1913 er ég hjá Grími í Kirkjubæ um sláttinn, og við lágum við á engjunum í svokölluðu Grafarnesi; sex karlmenn og fimm stúlkur í einum kofa í flatsæng. Þar voru rýrar engjar og blautar, en með því að fólkið var þetta margt og ég held vel unnið, náðust mikii hey. Þarna var stórbúskapur. Ráðsmaðurinn hét Pétur og var af Eyrarbakka, mikill dugnaðar- maður og vildi líka að aðrir ynnu vel. Var það gert eftir beztu getu enda var Grafarnes allt slegið sem ljádrægt var. Aldrei var farið að hirða, fyrr en búið var að sæta eitt - tvö hundruð hesta, en þá lét Pétur ráðsmaður mig vera að slá eftirstöðvar, rima og börð, sem hinir sláttumennirnir vildu ekki slá, þeim fannst bíta illa á börðin, en mér var nokkuð sama kannske hefur bitið betur Ijárinn hjá mér en hinum. Nú vorum við búnir með Grafarnes og var þá farið í svokölluð Lambhagaflóð. Hólmar voru úti í flóðunum og þurfti að vaða út í þá. Vorum við strákarnir gjarnan tilbúnir að bera kaupakonurnar yfir rásirnar og orðnir það vel að manni að geta borið létta blómarós. Eftir sláttinn fór ég að Stóra-Hofi og var þar fram að vertíð. Þar var dlltaf nóg að gera fyrir menn, sem 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.