Goðasteinn - 01.09.1968, Page 80

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 80
um hann sýna mikinn dugnað svona ungur, enda varð hann mjög traustur hestur. Sumurin 1916-17 fór ég vestur í Borgarfjörð og var þar við hey- skap hjá frænda mínum, Runólfi Runólfssyni í Norðtungu, og hafði bæði gagn og gaman af því. Þar lærði ég að heyja, enda sagði ég sveitungum mínum það, þegar ég kom heim, að þeir kynnu ekki að heyja, en þeir voru nú ekki alveg á því, og ekki tók betra við, þegar ég byrjaði minn búskap með borgfirzku aðferðinni, en hún var sú, að heyið var sett í lanir og látið standa í þeim 6-8 daga og síðan sett í hlöðu. Á engjunum var heyið borið saman í stóra flekki. Fimm til sex hestar voru í flekknum, og var flekknum alltaf snúið, þegar búið var að breiða á honum, hvort sem veður var þurrt eða vott, til þess að loftaði betur í það, þegar þurrkurinn kom. Þá var það fljótara til að þorna heldur en með sunnlenzku aðferðinni, sem var þannig, að heyinu var rakað í smáflekki, breitt á þeim og gengið í því, hvort sem var þurrt eða blautt undir, svo þegar þurrkurinn kom var ein og ein sáta um allan teig. En þó yfirtók, þegar allar sáturnar voru dottnar, er átti að fara að hirða og heyið þannig, að það varð að þurrka það aftur. Sumarið 1917, þegar ég var að Ijúka heyskap í Norðtungu hjá Runólfi frænda mínum, varð að samkomulagi hjá okkur, að ég fengi hjá honum þriggja vetra hryssu með folaldi fyrir mánaðar- vinnu við sláttinn en hitt í peningum. Vegna þess, að ég var að þessu bralli, þá varð ég að fara á hestum alla leið austur en ekki sjóleiðina til Reykjavíkur, en það bjargaði þessu braski mínu, að það þurfti að koma einu hrossi til Hafnarfjarðar og öðru hrossi austur í Flóa, og mátti ég hafa þau til reiðar. Fór ég með þetta dót og varð að fara, sem kallað var, klyfja- gang alla leið austur í Flóa, folaldið ekki nema fjögurra vikna gam- alt. Ég gerði skó á fæturna á því, en þeir týndust, dugðu þó fyrsta daginn. Þá komst ég að Draghálsi í Svínadal og gisti þar um nótt- ina. Næsta dag komst ég að Valdastöðum í Kjós og var þá búinn að fara fyrir Hvalfjörð. Þótti mér æði langt að komast fyrir botn- inn á honum. Á Valdastöðum gisti ég næstu nótt. Þar var þá Þor- gils Guðmundsson, en við vorum búnir að vera saman eina vertíð í Sandgerði, og var mér þar mjög vel tekið. Þriðja daginn kom ég 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.