Goðasteinn - 01.09.1968, Side 81

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 81
til Hafnarfjarðar og kom hestinum til skila. Fjórða daginn fór ég austur í Flóa að Króki í Hróarsholtshverfi til Þorsteins bróður míns. Hann bjó þar sín fyrstu búskaparár. Hann veiktist í spönsku veikinni og varð að hætta búskap þar. Það þætti víst seinlátt núna að ferðast svona, en ég sá ekki eftir því, ég fékk það margborgað. Ot af þessu folaldi fékk ég marga góða hesta, en þó varð það mesti snillingurinn. Það var jarptopp- ótt hryssa, og væri gaman að sitja hana á einhverjum skeiðvell- inum núna. Á þessum lausamannsárum hafði ég oft hestakaup og átti alltaf góða reiðhesta, enda var ég ekki alltaf lengi á milli bæja. Ég þurfti oft að hafa vistaskipti. Það var á þessum bænum heyhlaða og hinum einn gluggi, enda telst mér svo til, að ég hafi borið niður á milli 70 og 80 bæjum milli Þjórsár og Eystri-Rangár, og dvaldi stundum lengi á sumum bæjunum. Það var haustið 1917, eftir að ég var búinn að vera í Norðtungu, að ég fór að Arabæ í Flóanum. Var mér að hugkvæmast að minnka flakkið og reyna að mynda mér heimili. Ég var búinn að ná mér í meðhjálp til að byrja búskap, og var konuefnið í Arabæ. Hét hún Bjarnheiður Magnúsdóttir, mjög myndarleg og góð stúlka. Var hún þar hjá móður sinni. Gamla konan hét Kristrún Bjarnadóttir. Var hún orðin ekkja og óskaði eftir að hætta við búskapinn. Vildi hún láta okkur fá jörðina til ábúðar, og varð það að samkomulagi, að við byrjuðum þar búskap. Þetta var vorið 1918. Ég var í Arabæ fram að vertíð og í Þorlákshöfn yfir vertíðina. Lenti ég þar hjá Jóni Jónssyni frá Eyrarbakka og var í góðum félagsskap. Aflinn var í meðallagi en ekki nein uppgrip og þótti sæmilegt í þá daga. Eftir vertíðina fór ég alfarinn að Arabæ. Var ég þá búinn að vera víða síðastliðin sex ár og aflað eftir beztu getu, alltaf unnið fyrir fullu kaupi og lagt fyrir. Átti ég í Spari- sjóði Eyrarbakka rúmar þrjú þúsund krónur í peningum, þar að auki smíðatól af ýmsu tagi og tvo hesta. Nú varð ég að fara að hugsa fyrir búskapnum. Ég fékk Ara- bæinn með öllum húsum og girðingum en hugsaði ekki um jarða- kaup. Ég fékk þann fénað, sem ég óskaði eftir, og þó það væri ekki mikill stofn, þá sá ég að það mundi kosta mikið og varð að Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.