Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 82

Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 82
fá töluvert af því til láns. Ég þurfti að fara hægt og varlega, komin dýrtíð allt í einu og sex ára launin horfin áður en mig varði. Þá var Flóaáveitan að komast í stand, var sumt af engjunum slétt og langaði mig því að fá mér sláttuvél. Keypti ég hana, og kostaði hún fimm hundruð krónur. Einnig varð ég að kaupa mér einn hest, og kostaði hann það sama og sláttuvélin. Þetta hafði þá kostað mig tveggja ára vinnu og þriðjunginn af eignum mínum að eignast hestinn og vélina. Hvað mundu nútíma menn segja um svona af- komu? Við Bjarnheiður giftum okkur um vorið og byrjuðum að búa. Var gamla konan hjá okkur og önnur gömul kona, sem var búin að vera lengi á heimilinu, einnig systir Bjarnheiðar, sem varð vinnu- kona hjá okkur. Ég tók ungling til að vera í snúningum. Var hann af Eyrarbakka og hét Ásgeir, sonur Péturs barnakennara á Eyrar- bakka, mikill dugnaðarstrákur. Var hann hjá mér í fimm sumur. Þetta var bezti mannskapur á ekki stærra búi, fólkið samhent og duglegt. Við heyjuðum vel um sumarið. Hafði ég heldur góða slægju á engjum og var því að þakka, að það náðist vatn á þær um vorið. Mjög mikið grasleysi var víða það sumar, vegna þess, að það voru miklir gaddar um veturinn. Um haustið fæddist okkur dóttir, var hún látin heita Kristrún, og var það ömmunafnið. Um veturinn var ég heima fram að ver- tíð en reri frá Loftsstöðum á vertíðinni. Fékk ég þar allgott inn- legg í heimilið; lagði afganginn inn á Stokkseyri. Arabærinn er lítil jörð en hæg og engjarnar út af túninu. Einnig var dálítil veiði í Þjórsá, silungur og nokkrir selkópar á hverju vori. Við vorum tveir um sömu lögnina, og skiptist hún jafnt á báða. Ég fór fram á það við Kristrúnu tengdamóður mína, að fá jörðina í veð og var það auðsótt. Því næst fór ég út að Selfossi að tala við Eirík bankastjóra, og varð það að samkomulagi að ég fengi fjögur þúsund krónur og bankinn Arabæinn með öllum húsum og girð- ingum í veð fyrir skuldinni. Þetta varð til þess, að ég gat byggt fjárhús fyrir eitt hundrað kindur, stækkað hlöðuna, lagað girð- ingar og fleira. Það var í apríl 1921, að ég og næsti nágranni minn, Guðmundur 80 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.