Goðasteinn - 01.09.1968, Page 88

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 88
Það var Þórður Bjarnason í Meiri-Tungu, sem sótti mig á bíln- um sínum í Sandgerði og gat ég því komið fiskinum með mér heim. Ég var mjög ánægður með þessa vertíð. Það kom fyrir þarna í Sandgerði, að formennirnir báðu mig um að gera við eitthvað, sem bilaði, og þar á meðal var einn, sem bað mig um að gera við hlut, sem bilað hafði og mikið reið á, að tækist vel. Þetta heppn- aðist vel, og taldi hann mér sextíu fiska fyrir handtakið. Á Brekkum byrjaði ég á því að lana heyið og breiða yfir það og þótti nágrönnum mínum vera skrítin vinnubrögð á nýja Brekku- bóndanum. Komu sumir að skoða þau og leizt lítið á aðferðina og álitu, að þessi vinnubrögð mundu ekki vera neinn búhnykkur. Þessi vinnuaðferð mín sást fljótt, því þjóðvegurinn lá við tún- garðinn á Brekkum. Mér er það minnisstætt, þegar ég var að lana á túninu á Brekk- um, þá kom einn af kunningjum mínum úr Þykkvabænum, sem átti leið framhjá, til þess að skoða þessi vinnubrögð og þótti þau harla skrýtin, tók tuggu úr einni löninni og sagði um leið: „Ég er nú hræddur um að þetta hefði þurft að sjá sólina betur.“ En þetta var taða, sem ég var búinn að snúa einu sinni. Ég sólaði þetta hey ekki meira, flutti á sínum tíma inn í hlöðu, og allt fór vel. Þessum vinnubrögðum var tekið seinlega, en þó kom að því, að menn fóru að sjá að þetta var það, sem þurfti að gera, og var þetta geysilegur vinnusparnaður. Einn kostur við þessa aðferð var sá, að þegar heyið var búið að standa í lönunum og brjóta sig, var miklu minni hætta á, að það hitnaði í því í hlöðunni. Það bar við einu sinni sem oftar að það gerði þriggja vikna rosa og rigndi alla daga. Var ekki hægt að vinna neitt við heyskap nema að slá, en ég hafða bara blauta mýri. Loksins kom þurrkurinn, og þá fór ég að draga heyið upp úr vatninu og snúa því, þar sem þurrara var undir, síðan fór ég að setja það upp í lanir. Eftir 7 daga fór ég að hirða lanirnar, og var heyið þá vel þurrt, alveg í botn niður, en mér er minnisstætt að þá sagði Sigurður sonur minn, þá átta ára gamall: „Gaman væri, að Einar á Rauðalæk væri nú kominn.“ En Einar var einn af mörgum, sem ekki var trúaður á lanaþurkk- inn. Það var komið árið 1939, og ég var eins og fyrr á hlaupum til 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.