Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 3
1
12. hefti
35. ár
Úrval
Desember
1976
Desember er sá mánuður ársins, sem færir okkur vaxandi birtu á nýjan leik.
Hann hrindir sókn næturinnar og dagarnir taka að lengjast á ný.
Desember er sá mánuður ársins, sem lýkur því og nýtt ár tekur við. Þá
staldra menn gjarnan við og líta til baka, áður en þeir beina sjónum fram á
veg og huga að því, sem framtíðin ber í skauti sér.
Á þessum áramótum lítur Orval um öxl og þakkar öllum þeim fjölda fólks
sem hefur tekið því vel á árinu og það í sívaxandi mæli. Það
harmar það sem úrskeiðis hefur farið og einkum hve seint blaðið er á ferðinni,
en um leið beinir það sjónum fram á við og lofar sjálfu sér bót og betmn með
nýju ári.
Árið 1974 var seinkun Úrvals orðin svo alvarleg, að það var meira en
mánuði of seint. Þá var því tekið tak og á útmánuðum 1975 var svo komið, að
blöðin komu út með tveggja til þriggja vikna milli bili, þar til réttum
útkomutíma var náð. En þá brá svo undarlega við, að kaupendum féllust
hendur. Þeir vom nýbúnir að kaupa Úrval og það var ekki á dagskrá
að kaupa það nema einu sinni í mánuði.
Enn emm við ekki svo langt á eftir tímanum, og vonandi þarf engum að
fallast hendur þótt nýtt ár færi okkur Úrval á réttum tíma.
Að vo mæltu bjóðum við gleðilegt ár og þökkum fyrir allt gamalt og gott.
Ritstjóri.
FORSÍÐAN:
Desember er mánuður jólanna, og ,,ailir fá þá eitthvað fallegt / í það
minnsta kerti og spil,” kvað Jóhannes úr Kötlum. Hér hefur ljósmyndarinn
valið sér kerti með blómum til þess að ná fram skammdegisstemmningunni.
Ljósm. Skarphéðinn Ragnarsson.