Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 124

Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 124
122 ÚRVAL Sunnyvale í Kaliforníufylki, þegar við virtum fyrir okkur verkfrxðinga, sem bogruðu yfir teikningum, sem voru á stærð við stóreflis gólfteppi. Þessar teikningar minntu helst á risavaxin kort, þar sem gat að líta þúsundir þjóðvega, botnlanga, vegamóta og dularfullra vega, sem smábreikkuðu. Teikningarnar voru sxðan smækkaðar með hjálp ljós- myndatækninnar, þangað til þær voru orðnar á stærð við smásnifsi. Síðan voru þær fjölframleiddar í þús- undatali á plastfilmu og lagðar sem yfirlög á silikonþynnur. Svo voru þessi örsmáu, flóknu mynstur endanlega grafin á silikon- plöturnar með sýru og plöturnar voru síðan bakaðar eins og pínulitlar kökur í röðum í ofnum, þar sem var mjög hátt hitastig. Kemiskum aðskotaögnum, sem höfðu sérstaka rafeindaeiginleika, var bætt við, um leið og plöturnar voru bakaðar. Þegar bakstrinum var-.lokið, hafði hver af þessum örlitlu silikonplötum að geyma fullkomlega mataðan reikni- heila. Loks var sett plasthylki utan um heilann og hann festur við raf- hlöðu, talnaborð og ,,LED-readout” (aflestrarútbúnað) með hjálp örfínna gullþráða. Engar tvær gerðir af vasatölvum eru nákvæmlega eins, og því ættuð þið að líta vel í kringum ykkur í leit að þeirri tölvu, sem fullnægir best þörfum ykkar, áður en þið festið kaup. Fyrir flesta nægja vasatölvur þær, sem kosta undir 20 dollurum og geta lagt saman, dregið frá, deilt og margfaldað. Ef þið æskið aukinna vinnslumöguleika, skuluð þið kaupa vasatölvu, sem sýnir 8 stafa tölu og hefur færanlega aukastafi. Það er líka gagnlegt, að tölvan hafi „tactile feedback”, þ.e. að það heyrist lítill smellur, þegar þið ýtið á hnappana svo að þið séuð alveg viss um, að þið hafið örugglega ýtt hverjum hnapp niður. „Constant” (stöðugur) hnappur á vasatölvunni gerir ykkur líka mögulegt að margfalda og deila síðan með einni tölu, en slíkt er hagkvæmt, þegar þið þurfið að fram- kvæma gengisútreikning á ferðalög- um ykkar erlendis. Ef þið þarfnist þess að skrifaðar tölur fylgi útreikningum ykkar, þá eru til vasatölvur sem skila renning- um með árituðum tölum, en þá er verðið líka komið upp f 100 doll- ara eða meira. Vasatölvur, sem notaðar eru í atvinnuskyni og leysa flókin viðfangsefni á sviði rúmfræði, tölfræði eða fjármála, eru yfirstétt vasatölvanna, en þær ksota frá 70 dollurum allt upp í 795 dollara. En hvert svo sem val ykkar verður, þá er viturlegast að halda sér við þekkt vörumerki til þess að tryggja sem auðveldasta þjónustu. En það er á sviði menntunar og fræðslumála, sem vasatölvurnar hafa einna mesta möguleika, enda hafa þær líka valdið mestu fjaðrafoki þar. I fyrstu var vasatölvunum útskúfað á því sviði og var sagt, að þær væru bara hækjur fyrir nemendurna. Þeir, sem héldu slíku fram, óttuðust, að sú staðreynd, að það var svo auðvelt að fá rétt svör við reikningsdæmum með hjálp þeirra, mundi jafnframt verða til þess að gera heila kynslóð ófæra um að leysa hin auðveldustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.