Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
staðdeyfingu. Engir kirtlar, meiri
háttar blóðæðar, taugar eða vöðvar
koma inn í skurðinn.
Flestir karlar segja eftir á, að þeir
hafi fundið minni óþægindi meðan á
skurðinum stóð heldur en þeir hafí
búist við. ,,Ég fann aðeins ofurlitla
stungu, þegar ég var deyfður,” sagði
lögreglumaður einn í Seattle. ,,Og
meðan ég lá þarna á bekknum og var
að hugsa um það, hvað kæmi svo
næst, sagði læknirinn: ,Jæja, þá er
þetta búið öðrum megin.” Ég vissi
ekki einu sinni að hann væri
byrjaður.”
í fyrrgreindri rannsókn Texashá-
skólans sögðu 49% karlanna að
aðgerðin hefði verið „dálítið” sár,
25% sögðu að hún hefði ,,ekki
beinlínis verið þægileg,” en 19%
fundu alls ekki til hennar.
Almennt kvarta menn um seyð-
ingsóþægindi fyrstu tvo sólarhring-
ana eftir aðgerðina. ,,Ég lagði ís-
bakstra við skurðinn,” sagði lögfræð-
ingur einn, ,,og tók aspirín til að
draga úr bólgunni og sviðanum.”
Læknar leggja áherslu á eftirfar-
andi fyrirmæli: ,,Það er nauðsyn-
legt að gefa líkamsvefjunum frið til
að gróa. ’ ’ George Denniston í Seattle
sem hefur gert sáðgangaskurði
í hundraðatali, bætir við: ,,Ég segi
sjúklingum mínum að fara beint
heim, í bólið, og vera þar í tvo sólar-
hringa. ’ ’
Annað mikilsvert atriði er að
forðast kynferðislega örvun í að
minnsta kosti viku, til þess að forð-
ast að sársauki í skurðinum taki sig
upp og til þess að sárin ýfíst ekki.
„Kynferðisleg örvun tefur fyrir því,
að sárin grói. Það er um að gera að
láta sér ekki liggja á að sýna kyn-
orku sína,” segir einn læknanna.
Hvernig fer lokun eggjaleiðara
(fubal ligation) fram? Er það sárt?
Venjulega er skorið neðarlega á
kvið kvennanna til þess að komast að
eggjaleiðurunum tveimur. Síðan er
bundið fyrir leiðarana, svo eggin,
sem myndast í eggjastokkunum,
komist ekki í samband við sáðfrum-
urnar og geta því ekki valdið frjóvg-
un. Konan þarf að vera á sjúkrahúsi
þrjá til fímm daga í sambandi við
þessa aðgerð. Sé hún gerð í framhaldi
af barnsburði, þarf aðeins að lengja
dvölina á sjúkrahúsinu um einn dag
fram yfír venjulegan sængurlegutíma
Til er önnur skurðaðgerð á konum,
sem kallast laparoscopic tubal ster-
ilization. Þá em gerð tvö eða þrjú
örsmá göt á kviðinn og hlutlausu gasi
dælt inn um þau. Við það þenst
kviðurinn út, svo hægt er að komast
að eggleiðurunum með svokölluðu
laparoskópi, en það er sívalur hólkur
með ljósi og stækkunargleri. Læknir-
inn horfír síðan í gegnum laparo-
skópið, fínnur eggleiðarana og lokar
þeim í gegnum áhaldið. Aðgerðin
tekur innan við hálftíma, og sjúkl-
ingurinn fær venjulega að fara' af
sjúkrahúsinu eða læknastofunni
innan nokkurra klukkustunda.
Sársauki kemur venjulega ekki til
greina við þessar aðgerðir, vegna þess