Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 118
116
Orval
takenda greiðslna frá Almannatrygg-
ingum farið þess á leit, að ávísan-
irnar verði sendar til banka þeirra, og
ekki hafa heldur margir launþegar
farið þess á leit, að laun þeirra verði
send á sama hátt. Ástæðurnar eru
breytilegar. Sumt fólk hefur vantrú á
bönkum eða óttast, að þegar vél-
arnar hafi tekið við, hætti það að hafa
raunverulegan ráðstöfunarrétt yfir
inneigin sinni, eða það nýtur þess
blátt áfram að hafa reiðufé á milli
handanna.
Aðrar ástæður eru veigameiri.
Samkvæmt núverandi lögum er ávís-
un, sem banki hefur samþykkt, að
ekkert sé athugavert við, viðurkennd
sem lögleg sönnum um, að greiðsla
hafi átt sér stað. Mun færsla á
bankareikning manns eða kvittun
útgefin af vél hafa sama gildi? Ef
vara, sem þú kaupir, er gölluð, eða
þjónusta, sem þú greiðir fyrir, reynist
ófullnægjandi, geturðu gefið banka
þínum fyrirmæli um að innleysa ekki
ávísun þína eða neita að greiða reikn-
inginn, hafi úttektin verið skrifuð hjá
þér. En þegar seljandinn tekur við
greiðslu með hjálp rafeindavélar um
leið og þú kaupir hlutinn, mun hann
þá verða eins reiðubúinn til þess að
skipta á hlutnum eða endurgreiða
þér hann og áður? Svo er einnig um
að ræða þann nagandi kvíða, að
skekkjur kunni að slæðast inn í reikn-
inga.
En ógnunin um skerðingu leyndar
um einkalíf eða viðskipti veldur
mönnum samt enn meiri áhyggjum.
Það þarf ekki annað en að ýta á
hnapp í þessum vélum, og þá birtist
þar á skermi allt um viðskipti þín og
einkaástæður, kaup og sölu, tekjur
þínar og skuldir, hvert þú ferðast og
hvernig þú eyddir peningunum þín-
um. Að vísu eru slíkar upplýsingar
vel varðveittar, en sú staðreynd, að
emhver í bankanum hefur aðgang
að þeim og að einhver, sem á ekki að
hafa aðgang að þeim, kynni að stelast
til þess að afla þeirra, veldur ótta hjá
mönnum um, að slíkt væri hægt að
nota í fjárkúgunarskyni eða til þess að
hafa peninga út úr fólki á einhvern
annan hátt, til dæmis með óhófleg-
um söluáróðri. Þetta eru sum þeirra
vandamála, sem er nú verið að rann-
saka af hinni nýskipuðu Landsnefnd
um rafeindabankaviðskipt sem hefur
aðsetur í Washington.
En samt leikur enginn vafi á þvi,
að það er þetta kerfi, sem koma skal
og mun fyrr eða síðar stjórna öllum
bankaviðskiptum. Hagfræðingar kalla
það ,,bylgju framtíðarinnar”,
,,stórkostlegustu nýjungina síðan
seðlar komu til sögunnar” eða ,,jafn
óstöðvandi og sjónvarpið.” Það er
jafnvíst, að tilkoma þess mun hafa í
för með sér geysilegar breytingar i
uppbyggingu bankakerfisins, þvi að
þegar allar fjármálastofnanir hafa
komið sér upp fjarþjónustuein-
ingum, hverfur lögskipaður munur
milli verslunarbanka og sparifjár-
banka og milli sparifjár- og lánasam-
taka og lánsfjársamtaka að miklu
leyti, og landfræðileg staðsetning
banka og annarra fjármálastofnana
mun þá ekki heldur skipta miklu
máli lengur. Öldungadeild Banda-
ríkjaþings hefur viðurkennt þessar
staðreyndir nú þegar með því að
samþykkja lagafrumvarp, sem leyfir