Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 85
YFIR MURINN
83
Stjórnarráð og var miðstöð stjórnar
austurþýska alþýðulýðveldisins —
Ijónagrenið.
Fyrir neðan húsið var múrinn
baðaður í flóðljósum, og bak við þau
voru austurþýsku landamæraverðirn-
ir. Þeir sáust ekki, en þeir voru þarna
í leðurstígvélum sínum með
stálhjálma á höfðunum og vélbyss-
urnar hangandi í axlaólum, tilbúnir
að stöðva sérhverja flóttatilraun með
kúlnaregni.
Litla fjölskyldan, móðir, faðir og
sonur, var nú komin býsna nærri
múrnum. En ekki niðri á jörðinni,
þar sem þau myndu sjást og verða
skotin. Þau láu í þakrennu á þaki
stjórarráðsins tuttugu og þremur
metrum fyrir ofan höfuð landamæra-
varðanna. Það voru skúraskil á rign-
ingunni, en þótt fjölskyldan væri
gegnvot og skylfi af kulda fikraði hún
sig ótrauð áfram t áttina að fána-
stöng á enda þaksins, sem vissi að
múrnum.
Þau þumlunguðu sig áfram. Þau
voru örþreytt og verkjaði í allan
kroppinn, en þetta gekk skelfilega
hægt. En nú varð ekki aftur snúið.
Hvernig sem til tækist, myndu þau
ekki líta heimili sitt í Leipzig augum
á ný.
ÞAÐ VAR VARLA orðið bjart,
þegar vekjaraklukkan hringdi klukk-
an hálf fimm um morguninn. En
Heinz og Jutta Holzapfel lágu þá
þegar vakandi í litlu íbúðinni sinni í
Leipzig, þrátt fyrir svefnpillurnar,
sem þau höfðu tekið kvöldið áður.
Sonurþeirra, Gunther, svaf enn hinn
rólegasti. Þau höfðu líka gefið
honum róandi lyf síðustu dagana.
„Vaknaðu, Gunther,” sögðu for-
eldrarnir. ,,Vertu nú fljótur í fötin.
Við verðum að ná lestinni til
Berlínar.”
Gúnther var níu ára og hlakkaði til
ferðalagsins. Þau ætluðu að skoða
stjórnarráðsbygginguna í Austurberl-
ín, sem pabbi hans vann stundum í.
Hann néri augun og fylgdi foreldr-
unum svefndrukkinn út í svalt
morgunloftið.
Þau tóku 6.13 lestina til Berlínar.
Klukkan 10.30 stóðu þau í stóra
anddyrinu í stjórnarráðshúsinu. Þar
var krökkt af fólki, sem kom þangað
hvern morgun til vinnu sinnar. Karl-
menn í fötum, sem voru krumpin
eftir margra tíma ferðalag í járn-
brautarlest eða almenningsvagni,
konur með stórar töskur, skólabörn,
sem voru að koma til að skoða húsið.
Á hverjum degi þyrptust launaþrælar
ríkisjötunnar fram hjá dyravörðunum
innan við þykku útidyrnar og dreifð-
ust síðan um ganga og hæðir hússins.
Heinz þekkti sig vel á þessum
slóðum og fór fyrstur. Jutta og
Gúnther komu í humáttina. Ef
Heinz yrði gripinn hjá varðmönn-
unum, gátu þau snúið við og haldið
heim aftur.
En enginn skipti sér af þessum
granna, dökkhærða manni. Hann var
klæddur í einföld, dökk föt og and-
litsdrættir hans voru viðlíka litlausir