Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 90

Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 90
88 tJRVAL vera um 24 metrar. Stuttu síðar brá svo heppilega við, að í austurþýska stjórmáiagagninu Neues Deutsch- land var forsíðumynd af húsinu, og eins og venjulega fjöldi fólks fyrir framan það. Hann mældi meðalhæð fólksins á myndinni og margfaldaði þar til hann náði húshæðinni, og samkvæmt þeim útreikningum taldist honum til, að upp á þakbrún á fjórðu hæð væru 23 metrar. Þetta styrkti sjálfstraust hans gríð- arlega. Það sýndi að útreikningar hans voru réttir í veigamiklum atrið- um. Hann taldi líka, að fjarlægðin milli hússins og múrsins væri 12—15 metrar. Þessar tölur komust áfram til vinanna í Vesturberlín, og Heinz snéri sér að næsta verkefni, sem var að fínna heppilegan glugga. Frá miðju árið 1964 og fram á 1965 stalst hann til þess að rannsaka taugamiðstöð alþýðulýðveldisins eins vel og hann gat. Hann einbeitti sér sérstaklega að sjöttu hæð og upp- götvaði, að á sjöttu hæð var gangur, sem var mjög sjaidan notaður. Hann var svo stuttur, að hann var nánast eins konar útskot, en við enda hans var rimialaus gluggi, sem snéri út á þakið. Þau myndu einnig þurfa felustað, kannski einhverja skrifstofuna á fimmtu hæð, sem hann átti oftast erindi 1. Þau myndu geta laumast þangað inn við vinnulok, og síðan, þegar nógu áliðið væri orðið, geta skotist að glugganum í gangstubb- inn. Hann vantaði bara lykii. I litla ganginum voru tvær dyr, sem engin skilti voru á. Næstum allar aðrar dyr í húsinu voru greinilega merktarmeð númeri, nöfnum þeirra, sem þar unnu, og hvaða deild þær heyrðu tii. En þarna var ekkert af þessu tagi. Gátu þetta verið geymslu- herbergi? Dag einn tók hann sér tíma til að rannsaka þær nánar. Hann tók í hún- inn á annarri hurðinni. Ef einhver væri fyrir innan, ætlaði hann að segja, að hann væri að villast. En dyrnar voru læstar. Hann dró djúpt andann og reyndi hinar dyrnar. þær opnuðust og hann leit inn. En í næstu andrá hentist hann, náfölur af hræðslu að næstu lyftu. Um leið og hann skaust fyrir horn heyrði hann dyrnar opnast. Hann hafði aðeins séð inn í sjón- hendingu. En það var nóg fyrir hann til að vita, að þetta útskot varð hann að afskrifa í eitt skipti fyrir öil sem flóttamöguleika. Hann hafði séð ein- kennisjakka hanga á stólbaki, og á því lék ekki minnsti vafi, að þann jakka átti einhver sá, sem var 1 Stasi — öryggislögreglu ríkisins. Fæstir vesturlandabúar munu skilja ofsahræðslu hans, og hvað hann skalf, meðan hann var á leiðinni niður í lyftunni. Flótta- áætlunin var ónýt. Hann hefði þegar í stað átt að gruna, hvers kyns myndi vera með ómerktar dyr. En þegar hann kom út úr lyftunni á neðstu hæð, nam hann staðar. Það hlutu að vera margir fleíri mögu- leikar en þessi eini gluggi. Þetta vár ekki svo lítið hús, og það voru tugir glugga á sjöttu hæð. Hafði hann virkilega kannað þá alla? Auðvitað ekki. Hann snérist á hæh og tók lyft- una upp aftur. Skammri stundu síðar gekk hann aftur rösklega um gangana á sjöttu hæð. Hann fór fram hjá dyrum með skiltinu ,,Herren” og nam snögglega staðar. Karlaklósettið! A fáum mínútum kannaði hann öll klósettin. Þau snéru í vitlausa átt^ að innri garðinum. Öll nema eitt. í ganginum lengst frá múrnum var eitt klósett, sem sneri glugga að múrnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.