Úrval - 01.12.1976, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
Á fyrsta ári sínu í háskólanum
vann Cosby einnig að nokkru leyti
fyrir sér sem barþjónn í veitingahúsi
í Philadelphiu. Viðskiptavinir hans
fengu ,,brandara” t kaupbæti með
drykkjunum sínum og þeir hvöttu
hann til þess að stefna að því að
hefjast handa í skemmtiiðnaðinum.
Fyrsti næturklúbburinn, sem hann
kom fram í, hafði svo lítinn sal, að
Cosby, sem er 183 sm á hæð, varð að
sitja, meðan hann skemmti. Líklega
hefur hann þannig orðið fyrsti
sitjandi gamanleikarinn í víðri ver-
öld. Kvöld eitt horfði eigandi gas-
ljósakaffihússins, næturklúbbs í
Greenwich Village-hverfinu á Man-
hattan í New Yorkborg á hann
skemmta og réð hann til þess að
koma fram í klúbbnum um helgar
fyrir 60 dollara á viku. Cosby hóf
aftur nám við Templeháskólann
næsta haust, en hætti svo fljótlega
og tók að leggja fyrir sig að skemmta í
næturklúbbum. Hann var þá 25 ára.
Foreldrar hans voru á móti þessari
nýju atvinnu hans, en Samuel aft
hans, sem er nú 95 ára, gerði sér
grein fyrir sérstakri snilli Bills í að
segja sögur. Dag einn, þegar Cosby
var að útskýra „brandarana” sem
hann var að reyna að segja, spurði afi
hans: ,,Af hverju segirðu ekki söguna
um þig og bræður þína...” Og það
hefur Cosby gert æ síðan. Hann
hefur ausið af ótæmandi uppsprettu-
lindum bernskureynslu sinnar og
auðvitað ýkt dálítið til þess að ná
fram sem kímilegustu áhrifum.
Hann varð geysilega vinsæll í næt-
urklúbbum og sjónvarpsskemmti-
þáttum. Og árið 1965 var hann val-
inn af sjónvarpsframleiðandanum
Sheldon Leonard til þess að leika
aðalhlutverk á móti Robert Culp í
sjónvarpsþáttum, sem báru nafnið
,,Ég njósna”, en í þeim þáttum léku
þeir Culp ,,klára” bandaríska njósn-
ara, sem dulbjuggu sig sem tennis-
leikara, sem ferðuðust um og léku
tennis. Á árunum 1969 til 1971 lék
hann íþróttakennara í sjónvarpsþátt-
unum , ,The Bill Cosby Show. ’ ’
En Cosby snéri sér samt alltaf aftur
að kimninni og bernskureynslu sinni,
hvað skemmtiefni snerti og árið 1972
skapaði hann nýja sjónvarpsþætti í
samvinnu við Filmation Studios, og
báru þeir heitið „Albert feiti og
Cosbystrákarnir”. Albert feiti, Har-
old skrýtni, Donald heimski og Rudy
ríki eru teiknimyndapersónur, þar
sem félagarnir frá bernskuárum
Cosbys öðlast nýtt líf. Og sú stað-
reynd, að þeir búa í fátækrahverfi
svertingja, skiptir engu máli fyrir þau
6 milljón börn, sem horfa alltaf á
uppátæki strákahópsins og skelli-
hlæja. En þessi þáttur er samt ólíkur
flestum öðrum sjónvarpsþáttum fyrir
börn að því leyti að hlátrunum fylgir
fræðsla. Cosby varar alltaf áhorfend-
ur sína við um þetta í byrjun hvers
þáttar með þessum orðum: ,,Hér
kemur Bill Cosby til þín með tónlist
og glens og ef þú varar þig ekki,
lærirðu kannski eitthvað.”
Með fræðslu þessari er áherslan