Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 42

Úrval - 01.12.1976, Qupperneq 42
40 ÚRVAL Á fyrsta ári sínu í háskólanum vann Cosby einnig að nokkru leyti fyrir sér sem barþjónn í veitingahúsi í Philadelphiu. Viðskiptavinir hans fengu ,,brandara” t kaupbæti með drykkjunum sínum og þeir hvöttu hann til þess að stefna að því að hefjast handa í skemmtiiðnaðinum. Fyrsti næturklúbburinn, sem hann kom fram í, hafði svo lítinn sal, að Cosby, sem er 183 sm á hæð, varð að sitja, meðan hann skemmti. Líklega hefur hann þannig orðið fyrsti sitjandi gamanleikarinn í víðri ver- öld. Kvöld eitt horfði eigandi gas- ljósakaffihússins, næturklúbbs í Greenwich Village-hverfinu á Man- hattan í New Yorkborg á hann skemmta og réð hann til þess að koma fram í klúbbnum um helgar fyrir 60 dollara á viku. Cosby hóf aftur nám við Templeháskólann næsta haust, en hætti svo fljótlega og tók að leggja fyrir sig að skemmta í næturklúbbum. Hann var þá 25 ára. Foreldrar hans voru á móti þessari nýju atvinnu hans, en Samuel aft hans, sem er nú 95 ára, gerði sér grein fyrir sérstakri snilli Bills í að segja sögur. Dag einn, þegar Cosby var að útskýra „brandarana” sem hann var að reyna að segja, spurði afi hans: ,,Af hverju segirðu ekki söguna um þig og bræður þína...” Og það hefur Cosby gert æ síðan. Hann hefur ausið af ótæmandi uppsprettu- lindum bernskureynslu sinnar og auðvitað ýkt dálítið til þess að ná fram sem kímilegustu áhrifum. Hann varð geysilega vinsæll í næt- urklúbbum og sjónvarpsskemmti- þáttum. Og árið 1965 var hann val- inn af sjónvarpsframleiðandanum Sheldon Leonard til þess að leika aðalhlutverk á móti Robert Culp í sjónvarpsþáttum, sem báru nafnið ,,Ég njósna”, en í þeim þáttum léku þeir Culp ,,klára” bandaríska njósn- ara, sem dulbjuggu sig sem tennis- leikara, sem ferðuðust um og léku tennis. Á árunum 1969 til 1971 lék hann íþróttakennara í sjónvarpsþátt- unum , ,The Bill Cosby Show. ’ ’ En Cosby snéri sér samt alltaf aftur að kimninni og bernskureynslu sinni, hvað skemmtiefni snerti og árið 1972 skapaði hann nýja sjónvarpsþætti í samvinnu við Filmation Studios, og báru þeir heitið „Albert feiti og Cosbystrákarnir”. Albert feiti, Har- old skrýtni, Donald heimski og Rudy ríki eru teiknimyndapersónur, þar sem félagarnir frá bernskuárum Cosbys öðlast nýtt líf. Og sú stað- reynd, að þeir búa í fátækrahverfi svertingja, skiptir engu máli fyrir þau 6 milljón börn, sem horfa alltaf á uppátæki strákahópsins og skelli- hlæja. En þessi þáttur er samt ólíkur flestum öðrum sjónvarpsþáttum fyrir börn að því leyti að hlátrunum fylgir fræðsla. Cosby varar alltaf áhorfend- ur sína við um þetta í byrjun hvers þáttar með þessum orðum: ,,Hér kemur Bill Cosby til þín með tónlist og glens og ef þú varar þig ekki, lærirðu kannski eitthvað.” Með fræðslu þessari er áherslan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.