Úrval - 01.12.1976, Side 17
15
HINN ÓVIÐJAFNANLEGIPÉLÉ ENDURFÆDDUR
lítt þekkts atvinnuliðs, sem kallar
sig New York Cosmos, og hann hefur
laðað fjölda af bandaríkjamönnum
inn um leikvallahliðin, og vakið
undrun þeirra og hrifningu með frá-
bærri leikni sinni. Svo sem vænta má,
fær hann betur borgað en nokkur
annar atvinnuíþróttamaður sögunnar
— fyrir að leika í þrjú ár og fyrir að
efla og kenna íþróttina í sex ár, um
fjórar milljónir dollara.
MONA LISA í HOBOKEN
Knattspyrna, sem er hraður og
æsandi leikur, þar sem margt óvænt
getur gerst, er langsamlega vinsæl-
asta sport í heiminum. í 18 ár hefur
Pelé leikið um allan heim, og haft
forustu fyrir landsliði Brasilíu, sem
fyrst varð til að vinna þrjá heims-
meistarabikara. Sjálfur hefur hann
gert 1217 mörk í 1255 kappleikjum
sem atvinnumaður. Og svo, fyrir
tveim árum, aðeins 33 ára að aldri,
hætti hann keppni.
Hvað kom Pelé til Bandaríkjanna
og aftur í knattspyrnubúninginn?
Það voru ekki eingöngu peningarnir.
Það var eina áskorunin, sem eftir var í
knattspyrnuheiminum: að efla vin-
sældir vinsælasta sports veraldar
meðal bandaríkjamanna, sem hingað
til höfðu unað glaðir við slagbolta,
körfubolta og ísknattleik.
Eins og framkvæmdastjóri Cosmos
Clive Toye, komst að orði: Banda-
rísk knattspyrna fór af steinaldar-
stigi á þotustig í einu stökki við komu
Pelé.
Þegar hann kom til Cosmos á
síðasta ári, var liðið samsafn af tusku-
brúðum, sem lék heimaleiki sína á
óhrjálegum leikvelli við Austurá í
New York. Einn fréttamaður lýsti
komu Pelés þangað eins og ef Mona
Lisa væri sett út í sýningarglugga í
Hoboken. Oft fannst mönnum, sem
horfðu á meistarann reyna að fá lotn-
ingarfulla liðsmenn sína til að leika af
lipurð og viti það vera líkast því, að