Úrval - 01.12.1976, Page 22
20
ÚRVAL
Jersey City hefur sýnt og sannað, að það þarf
ekki meira en venjulega blömakassa til þess að
hleypa af stokkunum byltingu gegn niðurníðslu
borganna.
UNDR AMÁTTUR
BLÓMANNA
— Peggy Mann —
völd eitt í september árið
'P 1974 var Jack Stokvis á
heimleið í gegnum
niðurnítt hverfi í Jersey
íiwh/kilhi< j j\jew Jerseyfylki.
Hann gekk hratt tram hjá Van Vorst-
almenningsgarðinum, þar sem roskin
kona hafði nýlega verið stungin til
bana. Hann virti fyrir sér óbyggðar
lóðir, sem voru þaktar alls konar
rusli, og yfirgefin hús, sem höfðu
orðið eyðileggingunni að bráð. Og
þessi sýn vakti hjá honum dapur-
leikakennd.
Stokvis var þrítugur piparsveinn.
Hann starfaðivið borgarskipulag, og
því vissi hann allar hinar dapurlegu
staðreyndir um Jersey City, þéttbýl-
asta borgarsvæði í Bandaríkjunum
(12.963 manns á hverja fermílu). Þar
hafði Iengi viðgengist spilling, sem
tengd var sjálfri stjórn borgarinnar,
og hafði sú staðreynd valdið því, að
borgarþúum fannst vonlaust að reyna
að betmmbæta nokkuð, enda litlir
sjóðir jafnan fyrir hendi til slíks. í
rannsókn, sem kostuð var af ríkis-
stjórninni, var stærstu borgarsvæðum
Bandaríkjanna skipað í 123
flokka (sem tóku meðal annars til
glæpa, atvinnuleysis og umhverfls).
Og niðurstaða þeirrar rannsóknar var