Úrval - 01.12.1976, Síða 23
UNDRÁMÁ TTUR BLÓMÁNNÁ
21
sú, að Jersey City væri verst þeirra
allra.
Stokvis var að snúa heimleiðis,
eftir að hafa dvalið um helgi í Néw
Yorkborg á ráðstefnu á vegum hreyf-
ingarinnar „Snúum aftur til borg-
arinnar h/f”, en þar hafði hann séð
kvikmyndina ,,Gata blómakass-
anna.” Hún hafði verið gerð eftir
barnabók og sagði sanna sögu ljótrar
skuggahverfisgötu 1,'New Yorkborg,
þar sem allt hafði logað í óeirðum
áður fyrr. En svo hafði henni verið
breytt í áhættulausa og skemmti-
lega götu og það virtust vera blóma-
kassar, sem gert höfðu þetta krafta-
verk. í grein, sem dreift var eftir að
kvikmyndinni lauk, var skýrt frá því
að kvikmynda hefði orðið söguna x
annarri skuggahverfisgötu, vegna
þess að raunverulega gatan var orðin
of falleg til slíks.
Jack Stokvis varð stórhrifinn af
þessari hugmynd. Var slíkt kraftaverk
kannski gerlegt í heilli borg... borg-
inni hans.
Þegar Stokvis hélt til vinnu næsta
dag reyndi hann að koma hugmynd
þessar á framfæri við ýmsa embættis-
menn borgarinnar, en sá eini, sem
virtist hafa nokkurn áhuga, var
Morris Pesin, borgarráðsmaður, for-
maður Sagnfræðiráðs Jersey City.
Hann sagði, að ráðið mundi styðja
Stokvis, ef hann færi ekki fram á
neitt framlag úr sjóðum borgarinnar
og ynni að þessu í sínum eigin tíma
og í þeirri hálfri tylft fræðirannsókna-
hverfa og hverfa sem höfðu sérstaka
sagnfræðilega þýðingu og heyrðu
undir lögsögu Pesins.
Hvað svo sem hægt var að segja um
Jersey City, þá var hún elsta borg
fylkisins, en þar höfðu hollenskir