Úrval - 01.12.1976, Side 25
UNDRAMÁ TTUR BLÖMANNA
23
sagði við Yvonne: ,,Auðvitað hjálpa
ég þér. Fín hugmynd! Einu blómin,
sem ég hef séð hér um slóðir, em úr
plasti.”
Foreldrar Róberts voru óttaslegnir,
en það héldu drengnum engin bönd.
,,Hann er fæddur sölumaður,” sagði
Yvonne, ,,sem getur hrósað sinni
vöru á áhrifaríkan hátt hvort sem er á
spænsku eða ensku.” Og Róbert
tókst að fá pantanir, en ekki gegn
staðgreiðslu.
Kvöld eitt ræddi Stokvis þetta við
Frank Gillmore nágranna sinn, sem
Joe Duffy hafði fengið til aðstoðar
í þessu máli. ,,Við erum búin að fá
rúmlega 1000 pantanir,” sagði Jack,
,,en aðeins 31 kaupandi greiddi fyrir-
fram. Ég á 500 dollara í sparisjóðs-
bók. Þeir peningar duga fyrir fyrstu
blómakassasendingunni. Þegar við
fáum svo greitt fyrir þá kassa við
afhendingu verðum við búin að fá
nóga peninga fyrir næstu sendingu.”
,,Ég skal líka lána 500 dollara,”
sagði Gillmore. Hann var verk-
smiðjuverkamaður, sem vann við að
sekkja kaffi í verksmiðju yflr í
Hoboken og hafði fyrir þrem börnum
að sjá.
Föstudagurinn 9- maí var svo
gerður að Blómakassadegi í þessum
þrein hverfum í Jersey City. Deild
opinberra framkvæmda í borginni
lánaði vörubíl. Gillmore fór beint af
næturvaktinni í sjálfboðavinnu fyrir
málefnið í stað þess að fara heim að
sofa. Hann fór með vörubílstjóranum
til þess að ná í blómakassana, mold
og mómold. Og síðast komu þeir svo
við 1 garðyrkjustöð Alfreðs Schulth-
eis, en Linda, eiginkona hans, hafði
alist upp í Jersey City. Linda hafði
lofað að afgreiða allar þær petúníur
og morgunfrúr sem Stokvis þarfnað-
ist, á meðalheildsöluverði, sem var
6,4 cent fyrir hverja þriggja þuml-
unga háa plöntu.
Fyrsta húsið, sem þeir afgreiddu
blómakassa til, var hús það, sem
Nicodemo bjó í ítalska þorpinu.
Skólanum var lokið þann daginn, og
brátt varð ekki þverfótað umhverfis
húsið fyrir krökkum, sem vildu öll
ólm hjálpa til. Tony myndaði eins
konar færiband með hjálp krakk-
anna. Hann boraði frárennslisgöt
á kassana, sem þeir höfðu keypt. Þeir
Stokvis og A1 Zampella, skólastjóri
barnaskóla nr. 27, blönduðu saman
mold og mómold og fylltu síðan
kassana. Krakkarnir gróðursettu svo
blómin í þá og stungu síðan þrem
áburðartöflum í hvern kassa. Þegar
byrjað var að afhenda þessa glæsi-
legu blómakassa, opnuðu konur
gluggana í húsunum umhverfis og
hrópuðu: ,,Hæ, ég vil líka fá einn!”
Rosalie Nicodemo var brátt búin að
troðfylla kaffikönnu af reiðufé, sem
fólkið greiddi fyrirfram fyrir blóma-
kassa.
Sams konar starfsemi átti sér stað
við hús þeirra Balcers og Gillmores
með dálítilli viðbót. Frank hafði
keypt málningu, og kassarnir, sem
birtust brátt á gluggasyllum í húsun-
um í Paulus Hook, voru í fallegum