Úrval - 01.12.1976, Page 27
UNDRAMÁTTUR BLÖMANNA
25
ar, klúbbar og önnur félög og
kirkjur.
Nú er jafnan krökkt af fótgang-
andi fólki í ítalska þorpinu, og tíðni
glæpa í hverfínu er nú einna minnst í
gervallri borginni. ítalska þorpið
dregur nú til sín kaupendur um
hverja helgi af stóru svæði. Jafnvel
allt frá New Yorkborg. Tony Nico-
demo lýsti endurvakningu þessari
með eftirtöldum orðum: „Það voru
blómin, sem gerði fólk stolt af þessu
borgarsvæði — og svo héldum við
áfram.”
Af því að ég er höfundur barna-
bókarinnar, sem kvikmyndin Gata
blómakassanna var gerð eftir, bauð
Jack Stokvis mér að skoða þessi þrjú
gerbreyttu hverfi í Jersey City. Ég
varð sem þrumu lostinn af öllu því
sem ég sá. Það kann að vera, að um-
myndun litlu götunnar okkar á Man-
hattan í New Yorkborg hafi verið
álitin byggjast á einskærri heppni. En
hér var verið að gerbreyta stórum
svæðum í heilli subbuborg.
Auðvitað er margt enn ógert. En
í fyrsta skipti í mörg ár hafa íbúar
hvers þessara þriggja hverfa tekið
höndum saman og hafið fram-
kvæmdir, sem miða að einu takmarki:
verndun og endurnýjun hverfanna
þeirra.
Nú tekur áætlun Stokvis til allrar
borgarinnar. Fulltrúum 500 félaga
samtaka innan borgarinnar var boðið
á blómakassafundinn í april síðast-
liðnum, sem haldinn varí ráðhúsinu.
Að fundi loknum var Stokvis orðinn
dauðþreyttur, en hann var himinlif-
andi, þegar hann mælti þessi orð við
blaðamann: „Blómakassar gera
kraftaverk. Þeir eru kveikjan að nýrri
borgarendurnýjun. Ég veit ekki um
neina aðra framkvæmd, sem kostar
svo lítið, hvað bæði tíma og peninga
snertir, en verður slík hvatning fyrir
fjölda manns til þess að gera nú þegar
myndarlegt átak. ’ ’