Úrval - 01.12.1976, Side 28
2.6
URVAL
^Viltu auka orðaforöa þimj?\
Her á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttrí og rangri
merkingu. Prófaðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða
þinn með því að fxnna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur
verið um fleiri en eina rétta merkingu að ræða.
1. það krælar ekki á honum: hann lætur sem ekkert sé, það hrín ekkert á
honum, það bólar ekki á honum, honum er alveg sama, það lifnar
ekkert yfir honum, það dregur ekkert af honum, það bitnar ekki á hon-
um.
2. vilyrði: hrós, blíðmæli, skjall, heitstrenging, skammaryrði, hálfgildis
loforð, hnyttiyrði.
3. ótyrmi: ófreskja, mannleysa, illfygli, lambsfóstur, örverpi, geysileg
mergð, lamb, sem illa tímgast.
4. hyskinn: latur, eftirminnilegur, gleyminn, sviksamur, langrækinn, fús
til að fyrirgefa, þjófóttur.
5. ákúrur: hrós, slæpingsháttur, samfarir, ávítur, leti, sljóleiki, úrskurður.
6. íturborinn: fæddur fyrir tímann, endurfæddur, ættgöfugur, endur-
nýjaður, endurnærður, af lágum stigum, ófæddur.
7. peðringur: taugaspenna, smáskammtur, erting, samdráttur í húðinni,
hvarmakipringur, rigningarsuddi, hroki.
8. að óverka: að ata út, að svíkjast um við starf, að særa til ólífls, að skilja
eftir hálfklárað verk, að hreinsa, að snyrta, að búa um sár.
9. aldurtili: banalega, ellihrumleiki, dauði, langlífí, ellimörk, dauðamein,
dánardægur.
10. kaldyrja: tilfinningadoði, sljóleiki, kaldlynd kona, frost, hrím, frost-
skemmd, kalsaregn.
11. gjörhygli: nákvæmni, lævísi, alvara, ráðríki, fullkomin aðgæsla, full-
komnun, tortryggni.
12. offors: örlæti, ofsi, ólund, straumiða, ofbeldi, frekja, ágengni.
13. ern: fugl, hrumur, örvasa, sprækur (um aldrað fólk), roskinn, ungur,
skapillur.
14. að hrapa e-u af: að misheppnast e-ð, að hætta við e-ð, að hespa e-ð af
í skyndi, að gefast upp við e-ð, að missa tökin á e-u, að dunda við e-ð, að
heppnast e-ð.
15. slegill: barefli, smíðaáhald, heyvinnutæki, sproti til að slá strengi
hljóðfæris, sláttumaður, múgi af slegnu grasi, kútur.