Úrval - 01.12.1976, Page 37
Ást getur brugðið sér í ýmis gervi.
35
EINHVERN TÍMA
SEGIÉGBÖRNUM MÍNUM...
— Erma Bombeck —
mívIC-vK-íkmC- ér þykir ekkert vænt um
m—i*
mig!” Hve oft hafa
sj?. mæður ekki heyrt börn
sín slengja þessu fram?
Qg jjVe 0ft hefur
sem
foreldri, kæft niður löngunina til að
segja þeim hve mjög þér þykir í raun-
inni vænt um þau?
Einhvern tíma, þegar börnin mín
em orðin nógu þroskuð til að skilja
hvað kemur móður til að haga sér
eins og hún gerir, segi ég þeim það.
Mér þótti nógu vænt um þig til
þess að jagast í því hvert þú værir að
fara, með hverjum, og hvenær þú
kæmir heim.
Mér þótti nógu vænt um þig til
þess að halda mér saman og láta þig
um að uppgötva, að óaðskiljanlegi
vinurinn þinn var ómerkilegur.
Mér þótti nógu vænt um þig til
þess til að neyða þig til að skila
súkkulaðikexinu, sem þú varst
búin/n að bíta í, aftur í búðina og
segja: ,,Égstalþessu...”
Mér þótti nógu vænt um þig til að
standa yfír þér í tvo tíma, meðan þú
lagaðir til í herberginu þínu, þótt
það hefði ekki tekið mig nema
fímmtán mínútur að gera það sjálf.
Mér þótti nógu vænt um þig til að
reyna ekki að afsaka ókurteisi þína
eða slæma hegðun.
Mér þótti nógu vænt um þig til að
láta mig engu varða hvað ,,allir
aðrirfengu” ’— eða „gerðu”.
— Stytt úr Chicago Sun-Times —