Úrval - 01.12.1976, Side 38
36
LJRVAL
Mér þótti nógu vænt um þig til að
þúast við því, að þú segðir ekki satt er
þú sagðir að fullorðið fólk stjórnaði
partíinu, sem þú varst að fara í, en
fyrirgefa þér það, þegar ég komst að
því að ég hafði rétt fyrir mér.
Mér þótti nógu vænt um þig til
þess að láta þig hrasa, detta og
mistakast til þess að þú gætir lært að
standa á eigin fótum.
Mér þótti nógu vænt um þig til
þess að taka þig eins og þú ert, í stað
þess að leita alltaf að því sem ég vildi
að þú værir.
En framar öllu öðru þótti mér
nógu vænt um þig til að segja nei,
þótt þú hataðir mig fyrir það. Það var
erfíðast af öllu.
★
Venjuleg stúlka hefur svona fætur!! Sá sem of mikið dvelst á
hestbaki fær svona fætur 0- Sá sem stendur of oft við barinn fær
gjarnan svona fætur)(.
Leon Kowatski.
Aðeins meðan auglýsingarnar em í sjónvarpinu manstu eftir konu
þinni og nýmm.
W.L.R.
Ég var heima í leyfi frá Búnaðarháskólanum í Wisconsin, þegar
grannkona kom í heimsókn. Hún sagði mér að hana langaði að eignast
nokkrar hænur og bað mig um ráðleggingar. Ég sagðist ekki vita mikið
um hænsni, en taldi að 25 hænur myndu verða nóg handa henni.
Þegar ég kom heim næst sá ég, að hún hafði ekki bara fengið sér 25
hænur, heldur líka 25 hana. Ég sagði henni, að einn eða tveir hanar
hefðu alveg dugað handa henni. Hún leit á mig með þungum
ásökunarsvip. „Heyrðu nú, John,” sagði hún hneyksluð. „Farðu nú
ekki að innprenta mér nein karlmannasjónarmið!”
John Waelti.
Hæfíleiki frá náttúmnnar hendi án menntunar hefur oftar lyft
manni til vegs og virðingar heldur en menntun án hæfileika frá
náttúmnnar hendi.
Cicero.
Rétta leiðin til að læra betur að meta heimalandið er að búa um tíma
í framandi landi.
William Shencmne.