Úrval - 01.12.1976, Page 41
HEFUR GER T HLÁ TURINN AÐ KENNSL UTÆKI.
39
lega fótur á vegi dyggðarinnar, ylli
hann henni miklum sársauka og
leiða. Þegar hún er spurð að þvi' að
hvaða leyti hann geti þakkað henni
velgengni sina, segir hún af miklu
lítillæti: ,,Hið eina, sem ég veitti
honum, var nóg ást og guð veit,
að ég gaf honum allt sem ég átti.
En uppspretta velgengninnar býr
innra með hverjum manni, og Bill
var ákveðinn í að láta eitthvað verða
úr sér. ’ ’
En sú ákvörðun tók ekki til þess að
vera ástundunarsamur nemandi.
Cosby var settur í sérbekk fyrir
afburðanemendur í Germantown-
gagnfræða- og menntaskólanum, en
hann hafði meiri áhuga á að fíflast.
Hann varð að sitja eftir í 10. bekk
Svo hætti hann og gekk 1 sjóherinn.
Hann hafði alltaf verið góður í íþrótt-
um og varð nú prýðilegur hlaupari og
körfuboltaleikari. Hann lauk einnig
menntaskólanámi á vegum fram-
haldsnámskeiða, sem sjóherinn stóð
fyrir. Vegna íþróttaafreka sinna fékk
hann inngöngu í Templeháskólann,
og þar komst hann í hóp úrvals-
nemenda, keppti í hlaupum og var í
knattspyrnuliði. Það var alltaf mjög
vinsælt gamanatriði hjá honum síðar
meir að þykjast vera knattspyrnu-
maður, sem er dauðhræddur við að
meiðast í þvögunni, þegar flautað er
til leiks.