Úrval - 01.12.1976, Page 45
43
Ny gerð hættulegra glæþamanna, sem hafa
tekið rafeindatölvurnar í þjónustu sína, er nú í
örri þróun.
FJÁRSVIK ERU STUNDUÐ
í STÓRUM STÍL
MEÐ HJÁLP TÖLVANNA
— Robert S. Strother —
a8 e^nn ar^ 1963 settist
víc bandarískur bókari,
^ Eldon Royce að nafni,
% við risatölvu fyrirtækisins
sem hann starfaði við,
dró djúpt að sér andann og hófst
handa við að stela einni milljón
dollara frá fyrirtækinu. Þetta var
fyrsta meiri háttar fjársvikamálið af
þessu tagi og er enn kennsludæmi
um það, hversu berskjölduð tölvu-
stjórnuð viðskipti eru fyrir slíkum
afbrotum. í Bandaríkjunum einum
er nú um 184.000 risatölvur, sem
2,2 milljónir manna statfa við, og
möguleikarnir til fjársvika á því sviði
eru alveg óteljandi. Royce var aðeins
brautryðjandi, hvað snerti nýja teg-
und afbrota, sem valda bandarísku
atvinnulífi óheyrilegu tjóni.
Eldon Royce áleit, að fyrirtækið,
sem hann starfaði við, hefði svikið
loforð um að veita honum hlutdeild í
gróðanum, og þess vegna hefndi
hann sín með því að veita sjálfum sér
slíka hlutdeild. Og hann þurfti ekki
*
\ /
VN
■v /
7t<
\ /
's <
D