Úrval - 01.12.1976, Page 48

Úrval - 01.12.1976, Page 48
46 ÚRVAL stafla af fölskum ávísunum í bíl, sem þeir höfðu lagt ólöglega. „INNBROT”. Það er ekki alveg eins auðvelt fyrir óviðkomandi að fá aðgang að tölvu og upplýsingum hennar, en stundum heppnast slíkt, ef snilli er beitt. Banki einn í Wash- ington gaf út innborgunareyðublöð fyrir reikningshafa sína, og í stað undirskriftar reikningshafa var á þeim reikningsnúmer hans skrifað með ósýnilegu segulbleki, svo að tölvan gæti framkvæmt færslur á réttan reikning. En jafnframt voru hin venjulegu innborgunareyðublöð ekki tekin úr umferð, heldur látin liggja í stöflum á borðum í bankanum til notkunar fyrir við- skiptavini, sem höfðu gleymt að taka með sér sín sérstöku einkainnborg- unareyðublöð. Þetta var auðvitað fremur fávíslegt, og dag nokkurn opnaði líka slunginn náungi reikning með lágri upphæð og fékk svo tæki- færi til þess bráðlega að fjarlægja hin venjulegu eyðublöð í bankanum og setja sín í þeirra stað. Og næstu daga hömuðust gleymnir viðskiptavinir við að skrifa nafn og reikningsnúmer á eyðublöð þjófsins. Féð streymdi inn í reikning hans, og á þriðja degi gat hann tekið út rúmlega 100.000 dollara, sem tölvan hafði lagt inn á reikning hans, og horfið í skyndi. I Detroit gerðist það, að tveír verkfræðingar sem höfðu afnot af tölvuþjónustu í samkrulli með öðrum völdu ranga tölu í dulmálsorði sínu og fengu þannig af tilviljun aðgang að leyndarupplýsingasafni tölvunnar. Þeir „stálu” þar verðmætri mötunar- formúlu og notuðu hana hindrunar- laust í þrjú ár, þangað til annar not- andi sömu tölvuþjónustu varð hissa á því, að þetta samband var alltaf upptekið á síðkvöldum, og lét hefja rannsókn á þvTfyrirbrigði. SIGUR: Það eru allmörg dæmi þess, að fjársvikarar hafa keypt tölvu- þjónustu eða fyrirtæki, sem var aðili að samkrulli um tölvunotkun í þeim tilgangi einum að nota tölvuna í fjár- svikaskyni. En mesta hneyksli, sem orðið hefur á þessu sviði, snerti stjórn fyrirtækis eins, sem notaði eigið tölvukerfi til þess að stela úr fyrirtæk- inu. Þar var um að ræða tryggingar- félagið Equity Funding Corporation of America. Á árinu 1970 tók við- skiptavinum fyrirtækisins að fækka ískyggilega, og til þess að bjarga þvi bjó stjórnin til fjölda falskra líf- tryggingaskírteina og seldi þau end- urtryggingafélögum fyrir hlægilega lágt verð. Peningarnir, sem þannig fengust, voru síðan notaðir til þess að greiða iðgjöld af fölsku líftryggingar- skírteinunum. Það var aðeins hægt að framkvæma þessi svik með hjálp tölvukerfisins, en það var matað með fyrirskipunum um að framkvæma ýmsar breytingar á tryggingarskírt- einum, breytingar .heimilisfanga, skráningar lánveitinga gegn veði í líf- tryggingarskírteinum, skráningar dauðsfalla og útborgana, og var þetta allt saman í góðu samræmi við töl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.