Úrval - 01.12.1976, Side 52
50
LJRVAL
Ríki ndttúrunnar getur boðið upp á mikla fjöl-
breytni. Hér verðum við nokkurs vísari um flœr,
uglur, maura og moskusdýr.
MARGT ER SKRÍTIÐ í RÍKI
N ÁTTÚRUNN AR
— Jonathan Norton Leonard —
*****
*
vk T7 Ít;-
*
*
*****
LÓAPAE ADÍS.
Flóafræðingur (sip-
honapterist) er einhver
heppnasti náttúrufræð-
ingur, sem fyrirfinnst:
viðfangsefni hans er bæði mikið og
fjölbreytilegt. Fyrir nokkrum árum
gaf Iowaháskóli út vandaða bók, Flœr
í norðvestur-Ameríku, eftir dr. Clar-
ece Hubbard, prófessor, og þar sýnir
hann fram á, að flóafræðingar í
vesturríkjunum séu þeir lánsömusru í
fræðigrein þessari. Með sínar 66 ættir
og 230 tegundir og undirtegundir
flóa, segir dr. Hubbard, ,,er Vestrið
sannkölluð flóaparadís”.
Eitt af því, sem náttúrfræðingar
dást mest að í fari flónna, er hin
fullkomna hæfni þeirra til að aðlagast
lífsskilyrðunum. Þær hafa hála,
þunna húðskel, sem gerir þeim
auðvelt að hreyfa sig í hári. Þær
skríða, þegar þær em ótruflaðar, en
afturfæturnir em ætíð tilbúnir til
stökks til að bjarga lífinu þegar á þarf
að halda. Til að fylla svangan maga
hafa þær öflugar, tvöfaldar blóðdæl-