Úrval - 01.12.1976, Page 65
63
I tvo dratugi hafa glaðvœrir söngvarþessa blinda
trúbadúrs haft varanleg úhrif a alþýðumenn-
ingu okkar.
FURÐUSAGAN
AF
RAY CHARLES
James Lincoln Collier -
*
vií
*
é
ramaferill hans hefur ver-
ið einn sá furðulegasti í
skemmtanalífi Banda-
ríkjanna. I næstum tvo
áratugi hefur hann verið
ráðandi maður á sviði vinsældatón-
listar, skapað sjóð af minnisverðum
plötum, allt frá fyrsta vinsæla laginu
hans, ,,Ég fékk konu” til hins
nýjasta, óvenjulega frumlegri túlkun
á „Yndislega”. Máske frekar en
nokkur annar — Bing Crosby, Frank
Sinatra, Bítlarnir — hefur hann sett
mark sitt á alþýðumenningu síns
tíma. Og raunar hefur Sinatra sjálfur
sagt: ,,Hann er eini snillingurinn í
okkar fagi.” En ennþá furðulegri en
velgengni hans er sagan um það,
hvernig hann öðlaðist hana.
Hann var fæddur Ray Charles
Robinson (seinna sleppti hann síðasta
nafninu, svo honum yrði ekki ruglað
saman við hnefleikarann Sugar Ray
Robinson) þann 23. september, 1930
í sárri fátækt kreppuáranna í suður-
ríkjunum. Fáeinum mánuðum eftir
fæðingu hans, fluttu foreldrar hans
frá Georgíu til litla sögunarmyllu-