Úrval - 01.12.1976, Page 67
FURDUSA GAN AFRA Y CHARLES
65
sat heima x tvær vikur og það varð að
mata hann með valdi. Að lokum
sagði nágrannakona honum, að móð-
ir hans mundi hafa heimtað, að hann
héldi áfram að berja í bakkann. Hún
talaði við hann um gæsku móður
hans og hugrekki. Ray gat loks
grátið. Þegar faðir hans andaðist ári
seinna, var hann fær um, að taka
þessu nýja áfalli. ,,Mamma hafði
gætt mig seiglu,” sagði hann. ,,Ég
vissi, að ég mundi geta séð fyrir mér
sjálfur, ég mundi aldrei þurfa að
betla.”
Þegar Ray var 16 ára byrjaði hann
að starfa með hljómsveitum 1 og um-
hverflsjacksonville, síðan Orlando og
Tampa. Hann söng, lék á píanó og
valdi lög, og vann sér inn þrjá, fjóra
dollara á kvöldi. Innra með honum
var sú ákvörðun að myndast að gera
tónlistina að ævistarfi. Hann var