Úrval - 01.12.1976, Síða 69
FURÐUSA GAN AF RA Y CHARLES
67
mínu og ég gerði það.” Það var ekki
auðvelt, hann varð að hætta störfum
í heilt ár, en að lokum tókst honum
að vinna sigur.
Eftir þetta fylgdi hver sigurinn
öðrum — allt frá hinni klassísku
túlkun á „Georgia á hug minn” sem
hann syngur ennþá í næstum hvert
skipti, sem hann kemur á sviðið. Svo
kom , ,Ég get ekki hætt að elska þig’ ’,
sem selst hefur í meira en 3 milljón
eintökum. Allt í allt hafa selst meira
en 200 milljón plötur með honum.
Síðan komu margvísleg verðlaun og
viðurkenningar, þar á meðal brons-
heiðursmerki frá ríkisstjóm Frakk-
lands í nafni þjóðarinnar.
Hvaða töfrar em það, sem laða
svona marga að sér? Augljóslegasta
einkennið er auðvitað óbrigðull tón-
listarsmekkur hans, gallalaus túlkun
og fagleg kunnátta. En meira kemur
til. Whitney Balliett, einn af fremsm
jazzgagnrýnendum okkar hefur sagt:
,,Hann er, á sinn nakta, áhrifamikla
hátt, í flokki með Bill Holiday, Bessie
Smith og Louis Armstrong. Hann er
tilbeðinn af fólki af öllum stéttum,
trúarbrögðum og kynþáttum, senni-
lega vegna þess, að hann snertir
tilfinningar hlustenda sinna með
rödd sinni.” Ray segir sjálfur: ,,Ég
reyni að leggja sál mína í sönginn,
svo fólk geti skilið, hver ég er. Ég
reyni að gera það svo sannfærandi, að
fólk heldur, að það sem ég syng um,
hafi raunvemlega komið fyrir mig. ’ ’
Ray Charles er nú forstöðumaður
tveggja • tónlistarútgáfufyrirtækja,
plötuútgáfu og fyrirtækis, sem sér
um málefni milli tuttugu og þrjátíu
tónlistarmanna. Þessi fyrirtæki gefa
af sér um 2 milljónir árlega. Þó hann
sé á ferðalagí níu mánuði ársins, snýr
hann við hvert tækifæri heim til Los
Angeles þar sem hann á heima ásamt
konu sinni og fjölskyldu. Hvenær
sem færi gefst, fer hann í litla kirkju,
þar sem hægu sálmarnir, sem hann
unni í æsku, em ennþá sungnir. Þau
hjónin eiga þrjá syni, sá elsti kominn
í háskóla, og auk þess á Ray upp-
komna dóttur frá fyrra hjónabandi.
Hann stjórnar fyrirtækjum sínum
af festu og gerir kröfu til, að starfs-
menn hans séu góðir fagmenn. Og
hann fylgir enn einu af ráðum móður
sinnar: Þegar þú hittir nýjan mann
láttu hann þá fá hreinan dúk og láttu
hann sjálfan um að setja merki sitt á
hann.”
Nýjasta metsöluplata Rays er eigin
útfærsla hans og túlkun á „Yndis-
lega Ameríka.” Hvers vegna söng
hann þetta lag á plötu? „Ameríka er
mesta land í heimi,” segir hann.
,,Það er margt hjá okkur, sem þarf að
breyta og margt, sem við eigum
ógert. En þegar þú ferðast til annarra
staða, verður þér ljóst hverstu stór-
fenglegt þetta land er. Og það segi ég
með söng mínum. ’ ’
★
Gerðu minni kröfur til þess að þú hafir meira. H.H.