Úrval - 01.12.1976, Side 71

Úrval - 01.12.1976, Side 71
68 I júlímánuði úðastliðnum björguðu ísraelskir hermenn 102 gislum innan úr miðju Uganda, og sjndu með þvt hernaðarlega nakvæmni, hugrekki og ftfldirfsku. Þetta frabæra afrek mun lengi í minnum haft. AFREKIÐ í ENTEBBE -dGiGíÉíO’f kömmu eftir hádegi \j/ [(p sunnudaginn 27. júní >j< o % hóf hvíta risaþotan frá itkssl* Air France sig til flugs af sttsíft.,. flugbraut nni á flugvell- inum í Aþenu, smaug í gegnurr þunna borgarmóðuna og beygði vestur á bóginn yfir glitrandi bláan Korintuflóann. Það logaði enn á ljós- inu, sem gaf fyrirmæli um að hafa sætisbeltin spennt, þegar neyðaróp konu nísti loftið. Þá vom liðnar átta mínútur frá flugtaki. í fyrsta farrými flugvélarinnar stukku karl og kona á fætur, hvort um sig með bmgðna byssu í annarri hendi en handsprengju í hinni. Konan beindi byssu sinni að flug- — Stytt og samandregið úr New York þjóninum en karlinn hélt fram að flugstjórnarklefanum. Karlinn, sem síðar reyndist vera vesturþjóðverjinn Wilfried Böse, 27 ára að aldri, mddist inn í klefann og tók hljóðnemann, sem tengdur Times, Newsweek og New York — AFREKIÐ ÍENTEBBE 69 var hátalarakerfi flugvélarinnar. ,,Ég heiti Basil A1 Qubasi,” sagði hann á ensku með áberandi þýskum hreim. „Frelsisstofnun Palestínu, Che Guevara hópurinn og Gaza- herdeildin hafa tekið yfirráðin yflr þessari flugferð. Ef þið haldið að ykkur höndum og aðhafíst ekkert tortryggilegt, verður engum gert mein.” (Talið er, að dulnefnið A1 Qubasi sé komið frá skæmliða frá Gaza, sem hét þessu nafni. Palest- ínumenn telja hann píslarvott.) Flugvélarránið sem hófst eins og svo mörg önnur, var upphaf ömur- legs tíma fyrir farþega flugvélarinnar 242 talsins og tólf manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá Tel Aviv til Parísar. Fyrst flugu ræningjarnir til Beng- hazi í Líbíu til að taka bensín, og síðan til Entebbe flugvallar í Úganda, þar sem fjölda þessa fólks var haldið í sex daga í skítugri ónotaðri flug- hafnarbyggingu. Gíslarnir komust síðar að því, að tilgangur flugráns- ins var að neyða Israel og fjórar aðrar þjóðir til að sleppa 52 palestínu- skæmliðum og fylgismönnum þeirra úr haldi. Gíslarnir vom samsafn gyðinga — ísraelsmanna og gyðinga af öðm þjóðerni — og annarra manna, fólks á öllum aldri. Meðal starfsheita í þessum hópi mátti finna iyfjafræð- ing, lækni, suðumann, lögfræðing, kennara, bensínstöðvareiganda, líf- fræðing, hjúkmnarkonu, skólanema og tölvuverkfræðing, og einnig var þar margt manna komið á eftirlaun. Flugræningjarnir vom fjórir — tveir arabar, rúmlega tvítugir að aldri, eftir útliti að dæma, í sport- skyrtum og gallabuxum, Böse, há- vaxinn og ljóshærður og kona, sem enn er ekki vitað gjörla hver var. Þau höfðu komið til Aþenu klukkan 6.25 um morguninn frá Bahrain með. flugvél frá Singapore Airlines. Far- angur þeirra mun ekki hafa verið skoðaður, þegar þau héldu um borð í frönsku flugvélina í Aþenu. En þegar þau gengu út í vélina, var eitthvað við þau, sem ýmsum farþeganna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.