Úrval - 01.12.1976, Side 72
70
mVAL
þótti athyglisvert. Dora Bloch, 74 ára
gömul kona, sem var í senn breskur
þegn og ísraelskur, snéri sér að syni
sínum, Ilan Har-Tuv, hagfræðingi í
Jerúsalem, og hvíslaði að honum
að ungu mennirnir tveir, sem væm
svo líkir aröbum, væm með nógu
stórar handtöskur til að vera með
byssur í þeim. Henni gast ekki að
þessu, sagði hún. En sonur hennar lét
sér fátt um finnast.
Þegar flugræningjarnir höfðu náð
yfirhöndinni í flugvélinni, kölluðu
þeir farþegana fram einn og einn til
að leita á þeim. Har-Tuv minntist
þess síðar að farþegarnir hefðu yfir-
leitt verið hljóðir. ,,Það var mjög
mikil spenna í loftinu,” sagði hann,
,,en það vom engin öskur, engin
móðursýki.”
Vélin hnitaði tíu hringi yfir Beng-
hazi áður en hún lenti. Þar var ófrísk
kona látin fara úr vélinni og þegar í
stað flutt á sjúkrahús. Skæmliðarnir
hirtu vegabréfin af öllum farþegun-
um og létu þau í jjlastpoka. Svo
komu þeir kössum fyrir við dyr flug
vélarinnar og tilkynntu, að í þeim
væri sprengiefni.
Eftir sex stunda dvöl á flugvellin-
um tilkynnti Böse að fluginu yrði
haldið áfram. Hann þakkaði farþeg-
unum fyrir samstarfið og tilkynnti,
að nú yrði haldið á „ákvörðunar-
stað.” Sex og hálfri stundu síðar,
kl. 3.40 aðfararnótt mánudags, lenti
flugvélin í Entebbe.
(Stytt úr New York Times)
UM 3500 KÍLÖMETRA í burm
sám þreymlegir forráðamenn ísraels
á fundi hinn 29. júní, í timburþilj-
aðri fundarstofu ríkisstjórnarinnar
undir stóm málverki af Jerúsalem.
Ræningjarnir höfðu nú sett fram
kröfur sínar. Það var samgönguráð-
herrann, Gad Yaakobi, sem varð
fyrstur til að orða það, sem allir
höfðu í huga: ,,Ef við látum undan
kröfum ræningjanna, verður það til
þess að palestínuskæmliðar stórauka
hemdarverk sín og enginn ísraels
maður sem fer út fyrir landsteinana,
verður óhultur. ’ ’
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra,
kinkaði kolli til Mordechais Gur,
hershöfðingja og hernaðarlegs ráðu-
nautar og spurði: ,,Getur herinn
nokkuð gert?”
Gur svaraði því til, að hann hefði
ekki nægar upplýsingar um flugvöll-
inn í Entebbe, fjölda gíslanna, né
hvaða áhætta fylgdi þvi'fyrir her og
mannslíf. ,,Eins og stendur/’ svaraði
hann að lokum, , ,getur herinn ekkert
gert.”
Að lokum var samþykkt samhljóða
að halda áfram samningaviðræðum
með það í huga að ná gíslunum án
blóðsúthellinga, en jafnhliða að
herinn og njósnaþjónustan reyndu að
finna leið til þess að beita hernum í
þessu máli.
Herinn hófst handa þegar í stað.
Hugsanlegt herlið var kallað saman á
herstöð einhvers staðar í eyðimörkum
Israel. Þar með hófst heræfíng fyrir
átök, sem ef til vill myndu eiga sér