Úrval - 01.12.1976, Page 77
AFREKIÐIENTEBBE
75
ins, og sundurskotin lík þeirra
fundust síðar í nánd við flugvöll-
inn.
Um borð í Herculesvélinni grétu
sumir frelsuðu gíslanna, aðrir báðust
fyrir, enn aðrir sátu eins og lamaðir.
Ein kona hrópaði' 1 sífellu ,,Ness!
Ness! (Kraftaverk, kraftaverk!)”.
Eftir átta stunda flug voru gxsl-
arnir á ný á ísraelskri jörð. Fréttir um
afrekið höfðu farið eins og eldur í
sinu um landið, og mikill mannfjöldi
var samankominn til að fagna
löndum sínum við heimkomuna.
Margir þeirra 2000 ísraela og banda-
rískra gyðinga, sem safnast höfðu
saman í Jerúsalem til að fagna 200 ára
afmæli Bandaríkjanna föðmuðust og
grétu af gleði. David Bromberg,
forseti B’nai Brith, lýsti því yfír, að
ísraelar hefðu gefíð heiminum af-
mælisgjöf til að minnast 200 ára
afmælis Bandaríkjanna. Þessi gjöf,
sagði hann, var ellefta boðorðið: ,,Þú
skalt ekki lúta fyrir hermdarverka-
mönnum.” Það eina, sem skyggði á
gleði þjóðarinnar, var dauði fíögurra
gísla og Netanyahu hershöfðingja.
,,Það sem mestu máli skiptir er að
berjast við hermdarverkamenn hvar
sem tækifæri gefst,” sagði Rabin á
eftir. , ,Hvort maður berst við þá í
ísrael eða Entebbe skiptir minnstu
máli. Það má ekki láta undan.”
Israelar höfðu talið skynsamlegar
líkur til þess að þessi fífldjarfa
hernaðaráætlun kynni að heppnast
— og hún heppnaðist.
(Stytt úr Newsweek)
★