Úrval - 01.12.1976, Page 104
102
URVAL
Fjölgun mannkynsins er ekki aðeins vandamdl
heimsins sem heildar, heldur líka einstakling-
anna, sem í honum búa. Flestir menntaðir
menn nú til dags hafa komist að raun um, að
það er öviturlegt að lúta ndttúruna eina um að
dkveða barnafjöldann. Fillan hefur lengi verið
talin útbreiddasta getnaðarvörnin, en nú hefur
önnur aðferð ndð yfirhöndinni:
ÓFRJÓSEMISAÐGERÐ:
VINSÆLASTA
GETNAÐARVÖRNIN
— Evan McLeod Wylie —
v:ív:ívííiííþví leikur enginn vafi
*r
A
*
*/K
\*' w \y
lengur: Fríviljug ófrjó-
semisaðgerð, sáðganga-
skurður á körlum og
•lokun eggleiðara í kon-
um, er örugg og varanleg getnaðar-
vörn. Eitt sinn létu læknavísindin
sem þessi aðferð væri tæpast til og
almenningur hafði varla minnstu
hugmynd um hana, en á þessum
áratug hafa vinsældir ófrjósemisað-
gerðarinnar þotið upp úr öllu valdi,
og nú má teija með nokkurri vissu, að
hún sé mest notaða getnaðarvörnin
í öllum heiminum. Áætlað er, að yfir
65 milljónir bólfélaga um allan heim
noti nú þessa aðferð tii takmörkunar
barneigna.
En þrátt fyrir þetta, veit almenn-
ingur lítið um möguleikana á þessu
sviði eða hefur rangsnúnar hugmynd-