Úrval - 01.12.1976, Page 107
ÓFRJÖSEMISAÐGERD: VINSÆLASTA GETNADARVÖRNIN. 105
að annað hvort er konan svæfð eða
hún er staðdeyfð svo að viðkomandi
líkamshlutar kenna einskis, nema
,,eins og það sé togað eða kippt í
mann,” eins og sumar segja. En eftir
síðarnefndu aðgerðina er ekki óal-
gengt að konur finni til eins konar
krampaverkja í kviðarholinu, meðan
áhrifin af gasinu eru að fjara út.
Venjulega dugar þó aspirín til þess að
halda þessum óþægindum í
skefjum. Ein ung kona sagði að sér
hefði liðið ,,eins og ég væri öll marin
að innan í um vikutíma. En tveggja
barna móðir í Flórída sagði: ,,Innan
viku var ég farin að hjóla, synda og
spila tennis.”
Getur madur verið viss um, að
aðgerðin hafi raunverulega gert
mann ófrjóaln?
Sáðgangaskurður gerir menn ekki
ófrjóa þegar í stað. Lifandi sæði er
venjulega fyrir hendi í kynfærunum,
framan við skurðinn, og það getur
tekið nokkurn tíma, og frá 10—15
„sáðlátum”, að tæma kynfærin svo
að ekki séu möguleikar á þungun.
Aðeins sæðisrannsókn getur leitt í
ljós hvort allar lifandi sáðfrumur em
horfnar. Þess vegna krefjast flestir
læknar að minnsta kosti tveggja slíkra
rannsókna, sem sýni engar sáð-
frumur, með mánaðar millibili, áður
en þeir staðfesta, að viðkomandi sé
orðinn ófrjór. Þann ríma verður að
nota aðrar getnaðarvarnir jafnhliða.
Konur, sem eggleiðumnum hefur
verið lokað hjá, eru um leið orðnar
ófrjóar, og ekki þarf að gá frekar að
því. Flestir læknar telja, að kona, sem
hefur gengið undir slíka aðgerð, geti
hafið kynlíf að nýju eftir viku án þess
að eiga á hættu að það hafi minnstu
áhrif á aðgerðina eða eftirköst hennar
því síður að þungun geti átt sér stað.
Ef maður skiptir um skoðun, eftir
að hafa gengið undir ófrjósemisað-
gerð, er þá hœgt að gera mann
frjóal n aftur?
Bæði karlar og konur hafa verið
gert frjó á ný, með annarri skurð-
aðgerð. En sú aðgerð er flókin og
erfið, og það er engin vissa fyrir því,
að hún beri árangur. Þess vegna
leggja læknar og heilbrigðisyfirvöld
þunga áherslu á, að aðeins þeir karlar
og þær konur láti gera sig ófrjó, sem
em algjörlega viss um, að þau óski
ekki eftir fleiri börnum.
★
Það em ekki allir sem endursegja kjaftasögur. Sumir bæta dálítið við
þær.
Þegar presturinn heldur góða ræðu furðarðu þig á því hvernig hann
fer að því að vita allt um þig.
L.A.