Úrval - 01.12.1976, Page 109
107
Hugleiðingar um fund örvarodds á engi á Long
Island.
LEIFTUR LIÐINS TÍMA
— William Alan Bales —
*
V'M' v/ '
✓.W
•A<
g hef enga hugmynd um
í hvaða erindum honum
var skotið. Hann lá á
jörðinni hvítur og undar-
***** )cga fa|legufi dálídð far.
inn að láta á sjá af tímans tönn, en
snilldarlega gerður og samboðinn
þeirri furðulegu persónu, sem bjó
hann til.
Þetta var indjánskur örvaoddur:
án nokkurs vafa og ljómandi í skini
hnígandi sólar, samsvörun hans og
óttalega hlutverkið, sem honum var
ætlað, gerði hann frábrugðinn öllum
öðrum steinum á jörðinni umhverfis
hann. Ég tók hann upp og hélt
honum í lófanum, og vissi, að ég var
sá fyrsti til að gera það, og þreifa á
hvassri egginni síðan hann, sem bjó
hann til, sleppti bogastrengnum og
sá hann fljúga í áttina að markinu,
sem honum var ætlað að hæfa.
Ég var einn með fuglasöngnum
og haustvindinum, sem lék um
grasið á enginu. Sorglegt, að eigand-
inn skyldi gefast upp við leitina svona
snemma. Það var í rauninni mjög
auðvelt að sjá örvaroddinn. En nú
átti skapari hans veturinn framundan
og löngum stundum mundi verða
eytt til að gera annan. Og það var
ólíklegt, að finnandinn mundi skila