Úrval - 01.12.1976, Page 115
113
Þess er ekki langt að bíða, að Bandaríkjamenn
mum almennt geta útkljdð alls konar viðskipti sín
allan sólarhrínginn með hjálp lítils plastspjalds
eins saman.
, ,RAFEINDAPENINGAR’ ’
ERU Á NÆSTA LEITI
— Ronald Schiller —
íkvkvíSK-íK- etta kann allt að hafa
vp byrjað á sjöunda áratugn-
um, þegar George John-
íj'. son, eftirlaunamaður
vlivKvÍtvKvit einn í Harlemhverfi í
New Yorkborg, kvartaði yfir því, að
ávísununum, sem hann fékk mán-
aðarlega frá Almannatryggingunum,
hefði nú verið stolið fjóra mánuði í
röð. ,,Er engin leið að koma pen-
ingunum til mín án þess að nota ávis-
anir eða póstinn?” spurði hann yfir-
völdin bænarrómi,
Þá var ekki um nein önnur úrræði
að ræða, en þau eru nú fyrir hendi.
Nú er svo komið, að hvorki Johnson
né milljónir annarra ellilífeyrisþega
sjá nokkurn tíma ávísun frá Al-
mannatryggingunum. Ellilífeyrir
þeirra er greiddur inn á banka-
reikninga þeirra með hjálp rafeinda-
tækja, án þess að nokkurt pappírs-
plagg sé afhent. Þetta var upphafíð
að nýrri tilhneigingu í átt til raf-
eindabankaviðskipta, sem fara nú
sívaxandi og kunna fyrr eða síðar að
gera skrifaðar ávísanir að sjaldséðum
hlutum og draga geysilega úr notkun
peninga þar að auki. Sem dæmi um
þessa tilhneigingu má nefna eftir-
farandi.
Næstum ein milljón bandarískra
launþega, þar á meðal helmingur
starfandi meðlima bandaríska flug-