Úrval - 01.12.1976, Page 117
115
rafeindagreiðslukerfi um allt land
yrði margir milljarðar dollara, mundi
þessi breyting minnka stórlega dag-
legan bankakostnað og draga úr
stjórnunarkostnaði og nauðsyn á að
framlagi fjármagns. The Continental
Illinois- þjóðbankinn áætlar, að það
muni kosta hann hálfa milljón doll-
ara að koma á laggirnar slíku útibúi
á Chicagosvæðinu, sem geti veitt
fulla þjónustu, og 400.000 dollara til
viðbótar árlega vegna viðhalds og
launa. Það kostar aðeins 60.000 doll-
ara að kaupa og setja upp sjálf-
virka gjaldkeravél og 10.000 dollara
að reka hana árlega, og vélin getur
veitt alla þá almennu og algengu
þjónustu, sem útibúið mundi bjóða
upp á.
Enda þótt þessar sjálfvirku gjald-
keravélar séu fullkomnar, eru þær
mjög auðveldar í notkun. Vilji maður
setja slíka vél í gang, stingur maður
,,Debitspjaldinu” sínu í hana og
stimplar síðan nafnnúmer sitt á letur-
borðið. Aftan á hverju debitspjaldi er
segulræma með persónunúmeri
manns og/eða bankareikningsnúm-
-eri, sem- er greypt þar í og ósýni-
legt. Nú er ekki annað að gera en að
ýta á hnappa og fara eftir fyrir-
mælum, sem birtast á upplýstum
skermi. Ef þú gerir eitthvað rangt,
skýrir vélin þér frá því og bíður eftir
því, að þú leiðréttir það. Ef þú biður
um reiðufé, falla seðlarnir niður á
bakka eða í skúffu. Viljirðu leggja
inn, seturðu peninga eða ávísanir í
umslag og stingur því í skúffu eða
rifu, og þá verður reikningur þinn
eignfærður fyrir upphæðinni. I hvert
skipti sem þú hefur tekið út úr reikn-
ingi þínum, skráir tölvan einnig
núverandi innistæðu þína, og hún
mun ekki líta við spjaldinu þínu í
næsta skipti, ef þú ert kominn með
yfirdrátt eða hefur farið fram úr dag-
legri hámarksupphæð, sem taka má
út.
Mörgum kaupmönnum hefur
orðið mikið gagn af þessari nýju
rafeindaþjónustu bankanna. Kjör-
búðir taka yfirleitt við hærri heildar-
upphæð í ávísunum frá viðskiptavin-
um en í reiðufé. Og þrátt fyrir
varúðarráðstafanir gagnvart viðtöku
ávísana, tapa þær frá 5% til 10% af
hagnaði sínum af völdum falsaðra
eða innistæðulausra ávísana.En það
er hægt að koma slíku tapi niður
í næstum ekki neitt með hjálp hins
nýja rafeindabankakerfis. (Strax og
tölvan hefur samþykkt yfirfærsluna,
er bankinn orðinn ábyrgur fyrir
hverju því tapi, sem hans eigið spjald
kann að valda.)
Kannski græða innleggjendur þó
einna mest á hinu nýja rafeinda-
kerfi. Nú hafa þeir aðgang að inn-
eignum sínum allan sólarhringinn 1
næstu sjálfvirku gjaldkeravélinni.
Vélar þessar ættu einnig að draga úr
tíðni árása og rána, þar sem fólk þarf
nú ekki að bera eins mikla peninga
á sér og kaupmenn þurfa nú ekki
að geyma eins mikið fé í peninga-
skúffum og áður. (Það gagnar lítið
að stela ,,debitspjaldi,” þar sem það
er gagnlaust án persónunúmersins,
en handhafi þess veit einn um það.)
Samt eru ekki allir hrifnir af þessu
nýja rafeindabankakerfi þrátt fyrir
öryggið og þægindin, sem því fylgja.
Hingað til hafa aðeins um 20% við-