Úrval - 01.06.1979, Síða 46
44
ÚRVAL
Cessnan var yfír flutningaflugvélinni,
ef sá sem að hrinti út bílnum skildi
fara of geyst til jarðar og fram úr
bílnum.Þá átti sá í Cessnunni að
stökkva út og hrapa fallhlífarlaust þar
til hann næði bílnum, en opna
fallhlífina þá, og þá yrði hann aðal-
leikarinn.
Vélarnar héldu á loft og fóru í 8
þúsund feta hæð, en það tekur
drjúgan tfma fyrir flutningaflugvél.
Loks voru þeir komnir í 8 þúsund fet
og gerðu vindkönnun með því að
kasta út reykbombu. Við ákváðum að
til að vega upp á móti foki yrðu
fallhlífarstökkin að hefjast um
fjórum kílómetrum norðaustan við
fyrirhugaðan lendingarstað. Nú er
stundin komin. Leikstjórinn er upp í
flutningavélinni, og ég tel frá tíu
niðurí núll í talstöðina.
Þeir ýta MG-num út. Ég horfi á allt
í sjónauka. Fallhlífin á að opnast í
áföngum, en hún gerir það ekki.
Bíllinn hrapar 8 þúsund fet beint
niður.
Þegar hann skall í jörðina,
þjappaðist hann endilangur saman í
75 sentimetra þykkan klump, varð
eins og kaffiborð. Það hefði sómt sér
vel að króma hann og setja yfir hann
glerhlíf.
Við reyndum að komast að því
hvað valdið hefði tjóninu, og
komumst að því að sýran úr raf-
geyminum hafði étið sundur fallhlíf-
arlínurnar. Við urðum auðvitað að
hafa bílinn með rafgeymi — og
bensíni, allt átti að vera tilbúið svo
hægt væri að aka af stað um leið og
bíllinn væri lentur, án þess að standa
í neinu stauti þá. Þarna vorum við
með bílflak og ónýta fallhlíf og
viðskiptavin, sem var alls ekki glaður,
einn bíl eftir og enga tryggingu fyrir
að hann færi ekki sömu leið. Það var
allt eins líklegt að við sætum bara
uppi með tvö kaffiborð f stíl.
En við brutum fallhlífina saman og
löguðum hana, og snemma næsta
fimmtudag vorum við aftur komnir
út á eyðimörkina. Dögunin kom og
allt tilbúið. Flugvélarnar upp, reyk-
bomburnar niður. Loks kemur bíllinn
út, og fallhlífin opnast. Maðurinn
kemur á eftir. En driftin er önnur en
við höfðum áætlað. Lendingin verður
ekki þar sem við höfðum hugsað
okkur.
Við erum niðri á jörðinni á skúffu-
bíl með myndavélina. Við keyrum á
130 krtvhraða, því við viljum vera þar
sem félagarnir koma niður og ná
lendingunni á fllmu. Þetta er fjögra
kílómetra leið. Við gáfum allt í born
og æddum yfir eyðimörkina.
Við komum rétt í tæka tíð. En
þarna eru heljar kaktusar um allt.
Landið er líka óslétt og alls ekki flatt.
Við verðum bara að vona að bíilinn
lendi rétt. Ef hann lendir ofan á
kaktusi, erum við tveimur bílum
fátækari.
Bamm. MG-inn lendir — á eina
staðnum þarna í nágrenninu sem var
alveg sléttur og jafn. Við náum filmu
af bílnum lenda og gæjanum lenda.
Ég fékk ekki allt sem mig langaði að