Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 18
ir •— eða kannski öllu heldur um
alla heima og geima — í einkaflug-
vél sinni. S'kömmu eftir að hann
sást ihér á Reykjavíkurgötunum,
sællar minningar, flaug hann með
vist: r til vetursetumanna, sem voru
útilokaðir frá umheiminum vegna
snjóa.
Síðast þegar fréttist ætlaði hann
einhvern daginn að lyfta sér upp og
lenda á Brommaflugvellinum í
Stokkhólmi. Hann segist ætla að
dvelja mánaðartíma í Svíþjóð, hvíla
sig og fara í bíó.
Nú um sinn hefur mikið verið
skrafað um Lönu og Bob Topping.
En, sem sagt, það er alltaf mikið
talað um Lönu Turner, en flestir eru
hættir að spá.
Nýjasta mynd Tyrone heitir „The
Dark Wood“. Aðalhlutverkið leik-
ur ung ítölsk stjarna, sem Tyrone
uppgötvaði er hann var í Róm á
síðastliðnu hausti. Hún heitir Valen-
tína Cortese.
BOGARTSHJÓNIN urðu fyrir
leiðinlegri ásókn nú fyrir skömmu,
er þau snæddu á næturklúbb einum
í Hollywood. Allt í einu staðnæm-
18 STJÖRNUR