Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 36
hinum enda herbergisins. — Þér
megið fara, sagði hann. — Þessa
leið.
Dyrnar vissu út að svölum, er
lágu fram með allri bakhlið húss-
irns. Það lá við hafsvík, og undir
gein myrkur sjórinn, langt niðri.
Hana hryflti við, er Sam tók undir
hönd henni og ætlaði að leiða hana
eftir mjóum 'svölunum. Hún hljóð-
aði upp yfir sig og sleit sig lausa og
þaut inn í skrifstofuna aftur, og
áður en Sam hafði lunnist tími til
að skjóta fæti milli stafs og hurðar,
hafði hún læst hann úti. Hún þaut
fram í ganginn beint í fangið á
Johnny, sem stóð þar í þjarki við
annan fylgdarmann hennar.
— Sam er ekki hér, heyrði hún
manninn segja.
— Eg ætla að athuga það sjálfur,
sagði Johnny og ætlaði að víkja
manninum úr vegi. En hann reiddi
hnefann tii höggs og hæfði Johnny
undir hökuna.
En Johnny var fljótur að átta sig.
Hann snérist til varnar af trylltum
móði, og kom strax góðu höggi á
mótstöðumanninn. Hann missti jafn-
vægið og gafst aldrei færi á að hefja
vörn, sem að gagni kæmi. Loks
tókst honum að ná í skammbyssu
sína, en Johnny sá við því og spark-
aði í hönd hans svo skotið reið af
og 'hæfði dólginn sjálfan í aðra
höndina. Hann hljóðaði upp af sárs-
auka og engdist sundur og saman
af kvölum.
En á meðan á þessu stóð hafði
hinn fylgdarmaðurinn ráðist á Paul-
ette. En hún snérist til varnar, reif
hann og beit. Hann hafði ekki ráð-
ið niðurlögum hennar, er Johnny
kom henni til hjálpar og gaf mann-
inum svo vel útilátið högg, að hann
var úr sögunni.
Þau yfirgáfu síðan vígvöllinn og
héldu niður í strætið. Þar var Cele-
stial fyrir með 'bíl sinn og þau óku
með fullum hraða burt.
— Nú liggur þetta nokkuð ljóst
fyrir, sagði Jdhnny, er þau voru kom-
in inn í bílinn. — Nú veit ég nóg
til þess, að við getum látið lögregl-
una sjá um afganginn. Það er bara
eitt, sem ég verð að fá að vita fyrst,
og það er hvar þeir geyma gullið.
★
Það var aðeins ein manneskja, sem
gat sagt honurn hvar gullið var
fólgið. Það var Lilah. Hann varð að
hitta hana og fá að tala við hana í
næði. Best væri, ef hann gæti fengið
hana til að koma um borð til hans.
Hann hringdi til hennar. Hún viidi
óð og uppvæg hitta hann. Hún ók
bíl sínum strax niður að höfninni
•til hans. Þau læstu að sér skipstjóra-
klefanum hans og ræddust þar við.
— Það er allt búið milli okkar
Gusty, sagði hún. — Héðan í frá er
mér enginn maður neitt nema þú.
Kysstu mig, ástin mín. Sýndu mér
að þú elskir mig.
— Segðu mér hvar gullið er, sagði
hann. — Ef þú vísar mér veg þang-
36 STJÖRNUR