Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 40

Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 40
ver'k í kvikmyndum. Hið rétrta ætt- . arnafn hennar var O’Brien. Hún er fædd á Tasmaria, eyju fyrir sunn- an Astralíu, en er af írsk-enskum ættum. Fegurð íhennar, rödd hennar, — raunar allt í fari hennar •— benti til þess, að hún myndi með ein- hverjum ihætti, fyrr eða síðar, leggja heiminn að fótum sér. Þ.etta duldist Alexander Korda ekki . Hann var þá þegar orðinn mikilsvirtur og mikilsráðandi kvik- myndastjóri. Hann varð til þess að koma Merle Oberon fyrst verulega a sporið með því að fá henni hlut- verk Önnu Boleyn í hinni miklu sögulegu kvikmynd sinni um drottn- ingar Henriks áttunda. Meðal leik- enda í þessari mynd voru Charles Lauglhton, Robert Donat, Binne Barnes og Wedy Borrie, sem öll fóru prýðilega með vandasöm hlutverk og hlutu mikið hrós fyrir. — Þau skyggðu samt enganveginn á Merle Oberon, sem sló í gegn með þessari mynd og aflaði sér á svipstundu heimsfrægðar. En áður var hún bara ung og 'falleg balletdama svo að segja óþekkt. Korda var um þessar mundir ski'l- inn við hina ljósu og fögru Mariu Korda, er áður hafði verið skært ljómandi stjarna í mörgum fyrri myndum 'hans. Það var þegar á allra vitorði, að hann leit hina ungu stúlku í drottningargerfinu hýru auga. Og enda þótt Merle væri 20 árum yngri en leikstjorinn gat hún ekki að því gert, að henni þættí rnikið koma til þeirrar aðdáunar og hyl'li, sem hún naut hjá þessum fræga manni, virðing og þakklæti fyllti hug hennar. Hin meðfædda lipurð hans, viðmótsþíðleiki, mennt- un hans, gáfur og glæsimennska hafði djúptæk áhrif á hina ungu leikkonu. Og þegar hann játaði henni ást sína og bað hennar, gaf hún honum ekki afsvar, en dró mál- ið á langinn. Þau Merle Oberon og Alexander Korda voru nánir vinir árum sam- an. Hún hvarf til Hollywood og lenti þar í ástarævintýri með David Niven, og opin'beruðu þau trúlofun sína. En hún var með annan fótinn í London og hinn í Hollywood, lék á víxl 'í amerlískum og enskum kvik- myndum. Það varð ekki af giftingu þeirra Merle og Nivens. En vinátta Alex- anders og hennar hélst. Þau hittust oft og fór ætíð vel á með þeim. Allir vissu að það var hann, sem sótti á, og að Merle Oberon var leitandi og friðlaus. Og þegar þau loks giftu sig 1937 varð í rauninni e'kki mikil breyting á högum þeirra og hátt- um„ samvistir þeirra sem hjóna urðu líka skammar vegna styrjaldarinnar, eins og áður er sagt. Lafði Alexander Korda hé'lt á- fram að 'leika í kvikmyndum í Hollywood undir sínu fyrra nafni Merle Oberon. Vorið 1944 tók hún að sér aðal blutverkið í afbrotamynd- 40 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.