Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 24

Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 24
Ungverski sveitadrengurinn, sem hlaut enska lávarðstign, en fann aldrei hamingjuna. Ævintýrið um Alexander Korda SAGAN UM sir Alexander Korda er eitt af ævintýrum veruleikans. Við ihverfum fjörutíu ár aftur í tímann. Vindarnir æða um hinar víðlendu ungversku gresjur, lei'ka sér við sölnað grasið og stráin frá haustinu áður, skella á brjóstum hestanna, er ganga fyrdr herfinu sem ristir svörð- inn, kasta fullum Ihnefa í rauðþrút- in augu fjórtán ára drengs, sem græt- ur lítinn föður sinn. Hvað varðar vindana um það þótt fjöls'kyldufað- ir, bóndakarl hafi hnigið fyrir aldur fram. Þetta er árið 1907, þá er Alex litli aðeins fjórtán ára gamall, elstur þriggja bræðra, fyrirvinna heimilis- ins eftir fráfall föður síns. Nokkru síðar hefur hann tekið að sér kennslu í sveitaþorpinu. Með óskiljanlegum hætti hafði hann afl- að sér kunnáttu í lestri, skrift og reikningi, og bæ'kur, sem hann náði sér í opnuðu honum nýja heima. Upphaflega var hann ek’ki miklu mentaðri en börnin, sem hann var ráðin til að kenna. En það voru ekki gerðar miklar kröfur til þeirra, sem sögðu til börnum, og hann þurfti með einhverjum hætti að vinna fyrir ómegðinmi. En þegar yngri bræður hans voru komnir það á legg, að þeir gátu séð um sig sjálfir — og þá voru þeir ekki gamlir — sagði Alex skilið við barnaskólann sinn og kvaddi sveit- ina. Leiðin lá ti’l höfuðborgar Ung- verjalands Budapest. Þar var allt á boðstólum, sem hugurinn girntist: auðævi, fallegar stúlkur, vín, söng- ur og ævintýri. Þar var lí'ká happ- drættið mikla. Fyrir nokkra aura var hægt að kaupa sér miða, sem var ávísun á ógrynni fjár. Væri manni fyrirhugað hamingja og auð- ur, var hér aðeins um það að ræða, að rétta út hendurnar. Sumir lágu í fleti sínu andvaka um nætur eftir erfiði þungra daga og dreymdi um gamla frænku eða frænda í Ame- ríku, sem bráðum hlyti að fara að kveðja þennan heim og myndi skilja eftir sig mikla ’fj’ármuni. Vissulega dreymdi hinn unga sveitadreng mikla drauma, en brátt skildist hon- um, að þeir myndu ek'ki rætast án fyrifhafnar af hans hálfu sjálfs. 24 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.