Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 41
inni „Hefndin“, myndatökumaður-
inn hét Lucien Ballard. Hann er
mjög slyngur í sinni grein og auk
þess hið mesta kvennagull. ÞaS var
því ekki að undra þótt hinni fögru
lávarSarfrú léki forvitni á að hafa
af honum sannar sagnir. Hún náði
því tali af Joan Bennett og spurði
hana spjörunum úr um Lucien Ball-
ard, en hann hafði tekið myndir í
kvikmynd, sem hún ha-fði leikið í
fyrir skömmu.
Joan Bennett átti ekki til í eigu
sinni nógu sterk orð til að lýsa að-
dáun sinni á snilli Lucien Ballard,
hugmyndaríki hans — og þó fyrst
og fremst persónulegum yndisleik.
„Þú munt verða hei'lluð a'f >honum“,
spáði Joan Bennett fyrir stallsystur
sinni.
Og hún reyndist meir en sannspá.
Lucien Ballard var að ýmsu ó-
venjulegur maður. Hann var mjög
eftirsóttur myndatökumaður. Þegar
hann var í Hollywood gekk hann
upp í starfi sínu af liífi og sál og
var sannnefndur galdramaður í list-
grein sinni. Hann batt sig aldrei
með -samningum nema skamma
stund í senn. Þegar hann hafði unn-
ið sér inn nokkur þúsund dollara,
tók hann saman pjönkur sínar og
keypti farseðil trl Mexíkó, þar vissi
hann um lítið og friÖsælt fjallalþorp
þar sem gott var að búa. Hann eyddi
tíma sínum við að mála landslagið
og ekki hvað sízt hina sérkennilegu
íbúa þorpsins. Og þarna undi hann
glaður, unz pyngjan var tóm og
hann neyddist til að hverfa aftur til
kvikmyndaborgarinnar, þar sem
honum var ætíð tekið tveim hönd-
um.
Það var meir en lítið ævintýra-
legt við þennan mann, enda var
hann draumur al'lra kvenna. Meðal
þeirra var ung blaðakona, sem átti
viðtal við ihann og varð svo yfir
sig ástfangin, að Lucien Ballard
komst ekki hjá því að giftast henni,
enda hafði bún margt til síns ágætis,
var meðal annars prýðisfalleg. Þau
eignuðust tvö börn, en skildu svo
samvistum. En fráskildir karlmenn
virðast hafa enn meira aðdráttarafl
og rómantíska gloríu í Hollywood
en jafnvel ihinir óreyndu og ógiftu.
Alk þetta hafði Merle Oberon
fengið að vita, er þau sáust í fyrsta
sinn. Hún var í klæöaherbergi sínu
og var - að líta í spegilinn í allra
síðasta sinn, er létt var klappað á
dyrnar. Það átti að fara að taka
fyrstu „senurnar“ í „Hefndinni“, og
það var beðiÖ eftir Merle Oberon.
Þarna sáust þau í fyrsta sinn. Bæði
forvitin, bæði undrandi. Hann var
hærri og grennri en hún hafði gert
sér í hugarlund. Hún stóð þarna í
fegursta skrúði. „Þetta er það feg-
ursta, sem ég hef augum litið“, varð
honum ósjálfrátt að orði.
Lucien Ballard tók svo glæsilegar
myndir af Merle Oberon, að annað-
eins hafÖi varla sézt áður. Það var
ekki um það að villast að hann lagði
STJÖRNUR 41