Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 48

Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 48
hræddur? Ég er sjötíu og þriggja ára, og þó er ég ekki hræddur. Ég elska hraðann. Ég get staðið Freyberg enriþá eins og þeir beztu. — Hvað er Freyberg? spurði Minnie kurteislega. — Freyberg er fjall, guðdómlegt fjall, sem þér verðið að sjá áður en langt um líður. Þér hafið í rauninni ekki kynnst lífinu til hlýtar fyrr en þér hafið rennt yður niður Freyberg í rjúkandi mjöll og sólskini. Minnie hló gremjulega. — Herra Slyvestre segir að ég þekki ekki lífið fyrr en ég hafi rennt mér af stökkpallinum með — ég man ekki með hvað rnörg hundruð mílna hraða á rmnútu, sagði hún. Stamford gamli hristi höfuðið. — Ég mæli ekki með skíðastökkinu, sagði hann. — Það er eitt af því fáa, sem ég hef aldrei getað fellt mig við. Ég býst nú samt við, að þér mynduð hafa gaman af því. Litla stúlkan frá Manchester fer oft á dag þangað upp eftir. — Það þarf víst enginn að bera kvíðboga fyrir því, að ég muni nokkurntíma hætta mér fram af pallinum, sagði Minnie, og í tuttugasta sinn óskaði hún þess, að hún væri eins ung og kjarkmikil og Manchesterstúlkan. Þá var það Lawrence ofursti — hár og grannur maður, með þá lengstu hand- leggi og fætur sem Minnie hafði nokkurn tíma séð. Hann var formaður svig- klúbbsins og bezti brigespilarinn í hótelinu. — Spilið þér bridge? spurði bann hana, þegar þau voru kynnt, og rétti henni langa og lingerða hönd sína. En þegar hún svaraði neitandi missti hann allan áhuga á henni og gekk í burtu. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat, þegar hljómsveitin var byrjað að leika og flestir dvalargestirnir komnir út á dansgólfið, að William kom til hennar og settist hjá henni. — Dansarðu? spurði hann. Hún hristi höfuðið. i— Nei, ég kann ekkert og get ekkert. Ég hef orðið að svara að minnsta kosti hundrað spurningum neitandi núna í kvöld. Ég er hrædd um að fólk sé farið að stinga saman nefjum um það, hversvegna ég hafi verið að koma hingað. — Þú verður ekki lengi að gerast jafnoki okkar hinna, sagði hann. Minnie brosti. — Þú meinar þetta ekki, eða ef þú gerir það, þá hefurðu gleymt hve tornæm og klaufaleg ég hef alltaf verið. Hann horfði á hana hinum brúnu, athugulu augum sínum. — Það er eitt, sem þér hefur tekizt og engri konu annarri, sem ég hef þekkt, sagði hann lágt. — Og hyað er það? spurði hún. — Að halda ást karlmanns til þín óbreyttri svo árum skiptir. Blóðið þaut fram í vanga hennar við þetta óvænta tilsvar. — Þú mátt ekki tala þannig við mig, sagði hún kuldalega, þótt hjarta hennar berðist ákaft. — Hversvegna ekki, ef það er satt? sagði hann þrjózkulega. 48 STJÖRNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stjörnur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.