Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 45
sér, og þegar skipið var komið undir Englandsstrendur hafði hún tekið svo gagn-
gerðum breytingum, að Peter hefði varla þekkt hana aftur.
Hún hafði sent Lauru Sylvester og Lionel bróður hennar símskeyti, og þegar
skipið lagði að bryggju voru þau bæði viðstödd til að fagna henni. Það var regn-
kaldur desemberdagur, og þótt Minnie hefði búizt við því, að loftslagsbreytihgin hefði
slæm áhrif á sig, þá varð reyndin önnur, hún hafði aldrei verið tápmeri.
— O, hvað það er indælt að vera komin heim aftur, sagði hún og dró djúpt
andann. — O, Laura, ef þú vissir hvað ég hlakka til að sjá London aftur. Og þú hefur
ekki breytst vitundarögn!
Hún var eins og gáskafull telpuhnyðra; hún talaði án afláts og spurði tíðinda,
og Lionel, bróðir Lauru, virti hana fyrir sér með aðdáun.
Síðustu fjögur árin höfðu ekki fært honum mikla gleði, en nú var allt
gott aftur.
Honurn fannst Minnie vera fegursta konan í heiminum, og hann fékk hjart-
slátt þegar hann heyrði hana hlæja.
I íbúð þeirra systkina í Baker Street lá bréf frá móður Peters. Það kom á
daginn að hún var í Suður-Frakklandi samkvæmt læknisráði.
— Hann segir að ég megi ekki hverfa heim til Englands fyrr en í febrúar (skrif-
aði 'hún). •— Brjóstþrengslin eru farin að ásækja mig aftur og ég verð umfram allt
að forðast rakann og þokuna í London. En komdu hingað suður eftir til mín
undir eins og þú sérð þér fært, ef ungfrú Sylvestre vill þá sleppa þér frá sér. Mér
þætti vænt um ef þú kæmir, og ég hlakka til að fá fréttirnar af syni mínum.
— Eg býst við að tengdamóðir þín vilji helzt að þú komir strax, sagði Laura.
Hún virti Minnie fyrir sér, og það var eins og brygði fyrir gremju í augnaráði
hennar. — Það er auðvitað ekki nema eðlilegt, þar sem þú ert eiginkona sonar
hennar. Við megum ekki vera það eigingjörn, að reyna að halda í þig allan
tímann.
— Hún er í Frakklandi, sagði Minnie. — Hún segir að ég megi koma þegar
ég vilji, en . . .
Lionel greip áfjáður fram í fyrir henni.
— En þú getur ekki farið strax. Við höfum verið að leggja á ráðin, hvernig
við ættum að skemmta þér, Minnie! I fyrsta lagi langar okkur til að fara með þig
til Sviss um jólin til að iðka vetraríþróttir. Við fórum þangað í fyrra og skemmt-
um okkur ágætlega.
Minnie hló.
— Vetraríþróttir! Ég hef aldrei á ævi minni fengist við slíkt. Eg hef meira að
segja aldrei farið á skauta.
— Það hafði ég ekki heldur fyrr en í fyrravetur, en það er undarlegt hvað
maður kemst fljótt upp á lagið, sagði Lionel.
Minnie hristi höfuðið.
— Eg er viss um ég kæmist aldrei upp á lag með að renna mér á skautum.
Eg er svo lítil íþróttakona.
Laura tók undir handlegg hennar.
— Jæja, komdu nú og taktu af þér hattinn; við getum talað um þetta seinna.
Laura stóð yfir henni meðan hún fór úr kápunni og tók upp úr ferðatöskunni.
STJÖRNUR 45