Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 34
og hann skoðaði ekki hug sinn um
að nota sér það. Hann gaf henni ó-
spart undir fótinn og svaraði ástar-
játningum hennar í sömu mynnt.
En hann lést vera afbrýðisamur
vegna viðskipta hennar og Sam
Jewells.
Lilah hló bara. — Vertu ekki að
hugsa um Sam, sagði hón, — Það
er bókstaflega ekkert okkar á milli.
Eg kem 'bara stundum í klúbbinn
til hans út ór leiðindum. Stundum
höfum við farið saman í ’smá túra á
bátnum hans, en nú er því ekki
lengur að heilsa. Eg veit ekki hvað
er orðið af þeim skrjóð. O, elsku
Johnny, segðu að þér þyki pínu-
agnarlítið vænt um mig. Ó, segðu að
þú elskir mig, sárbað hún. — Við
gætum orðið svo hamingjusöm sam-
an. Eg hef nóga peninga, Johnny.
Við gætum farið I'angt, langt burt frá
Gusty og öllum þessum leiðindum
hér.
— Með hans peninga, skaut
Johnny inn í.
— Nei. Með mína peninga, sagði
hún. — Ósvikið gull, Johnny. Nú
ert þú forvitinn, elskan, ertu það
ekki ?
Johnny lét sem þetta snerti hann
ekki. Hún horfði á hann og hélt
svo áfram:
— Eg veit ekki hvort mér er ó-
hætt að treysta þér. Eg er ekki viss
um að þú elskir mig.
Hún hallaði sér að honum og
hann sagði við sjálfan sig: Eg kyssi
hana, ég geri allt sem nauðsyn kref-
ur, til þess að komast að því hvar
gullið er falið.
En í sömu andrá var hurðinni að
baki þeirra hrundið-upp og Gusty
stóð í dyrunum sótsvartur í framan
af bræði:
— Ut héðan! öskraði hann.
Johnny sleppti tökum á Lilah.
Hún var fljótari að átta sig. Hún
snéri sér að Gusty — um leið og
hún gaf Johnny leynilegt merki —
og sagði:
— Angel skipstjóri þóttist eiga
hingað erindi. Segðu honum að fara,
Gusty.
Gusty rauk umsvifalausit á Johnny
og reiddi til höggs, en Johnny sá
við því og greip í handlegg honum,
svo hann riðaði sjálfur og féll aftur-
ábak í mjúkan sóffa. Johnny hélt
honum þar í járngreipum. Þarna lá
hann hjálparvana og svo hlægilega
lítill og feitur. Lilah horfði á, og
augu hennar gátu ekki leynt því, hve
mjög hún fyrirleit mann sinn, en
dáðist að sigurvegaranum.
Gusty öskraði framan í Johnny:
— Ég hata þig. Þú hafðir mig
einu sinni undir og barðir mig, þeg-
ar við vorum litlir. Ég hef aldrei
fyrirgefið þér það. Ég hef látist vera
vinur þinn, en ég hef alltaf hatað
þig. Farðu! Þú ert hér með rekinn
úr minni þjónustu.
Johnny yfirgaf þau hjónin. Og
lokaði á eftir sér hurðinni. Hann
heyrði Lilah segja:
34 STJÖRNUR