Stjörnur - 01.06.1948, Blaðsíða 35
„Elsþu, Gusty,
auðvitað er það þig
sem ég els\a“.
' — Taktu 'þér þetta ekki svona
nærri, elsku Gusty, auðvitað er það
þig, sem óg elska.
★
En í sama mund, sem þetta gerð-
ist komu tveir menn til Paul’ette og
sögðust vera með boð frá Johnny,
hann hefði beðið þá að sækja hana.
Hún var á 'báðum áttum. En þeir
voru svo ákveðnir, og þetta virtust
vera allra prúðustu menn, kurteisin
sjálf. Þeir gripu kápu hennar og
færðu hana í hana, Johnny biði
hennar, sögðu þeir. Hún trúði þeim.
Celestial stóð við bíl sinn skammt
frá Jewelisklúbbnum. Honum brá,
er hann sá Paulette hoppa út úr bíl
ásamt itveim mönnum og hverfa
bakdyramegin inn í veitingahúsið.
Paulette var fuilkomlega óhrædd.
Hún efaðist ekki um það, að Johnny
myndi vera þarna og bíða hennar.
En grunsemdir hennar vöknuðu, er
henni var vísað inn í einkaherbergi
Sam Jewells. Fylgdarmenn hennar
urðu eftir fyrir utan. Sam læsd dyr-
unum og síðan kynnti hann sig.
Hún spurði eftir Johnny.
— Ætli hann komi ekki bráðum,
svaraði Sam. — Hvað er það, sem
þér þarfnist hjálpar með? Það er
eitthvað, sem yður liggur á hjarta.
— Lofið mér út, svaraði hún.
— Þér vitið um Delfinen, er það
ekki rétt? spurði Sam og horfði á
hana köldum, starandi augum.
En þegar hún svaraði honum engu
stóð hann á fætur, opnaði dyr í
STJÖRNUR 35