Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 6

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 6
Jón Stefánsson Modernismi - ísland - Dymbilvaka I Hamm: Yesterday! What does that mean? Yesterday! Clov: (Violently) That means that bloody awful day, long ago, before this bloody awful day. I use the words you taught me. If they don’t mean anything any more, teach me others. Or let me be silent.1 Það er á stundum sem þessum þegar ég óska mér að bókmenntir væru jafn einfalt fyrirbæri og kaffiboð hjá Pálínu frænku. Þar er boðaður tími á hreinu, t.d. kl. 15.00, athöfnin sjálf kl. 15.30 og lýkur kannski kl. 16.15 Þá er tímabilið nákvæmlega skrásett og síðan væri hægt að lýsa drykkjarföngum, tertum, smákökum, fólkinu, samræðum o.s.frv. Og með veðurfarslýsingu er kaffiboðið nákvæmlega skilgreint og engar fleiri spurningar vakna. Engar fleiri spurningar bornar fram. En bókmenntaverk er ekki kaffiboð hjá Pálínu frænku. Á stundum sem þessum, því miður. Nei, á stundum sem þessum dettur mér ekkert í hug nema orð, einu sinni kannski máttug, en nú næstum merkingarlaus af notkun. Modernismi. Rúmast hann kannski í þessum orðum Clovs: „If they don’t mean anything any more, teach me others. Or let me be silent“? Ég segi alltaf færri og færri orð2 sagði annað skáld en talar samt ekkert minna en áður, því jú, tungumálið er mikilvægasta tjáningartæki mannsins og þar sem 4

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.